Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 29
Saga
afbrýðisamur. Þú hefur ekki virt hann viðlits síðan þessi Hákon þinn kom til
skjalanna.
AfbrýSisamur, sagSi RagnheiSur. — Hvers vegna ætti einn náttúrulaus
kallskröggur að verða afbrýðisamur þó ein náttúrulaus kelling fái sér nýjan
skraffinn? — Ég anza engri vitleysu. Þetta hefur ekkert með náttúru að gera
Eyja mín. — Og þó. Hvur þekkir manneskjuna? og komdu þér nú útá blett.
Henni gekk allvel að prikast til fólksins sem lá í grasinu og minnti á selkópa
í látri.
Ætti ég ekki að hjálpa henni að koma sér fyrir, sagði ég.
0 láttu það vera, sagði RagnheiSur. Hún Eyja gamla er ekkert blávatn,
en hún hefur gleymt teppinu sínu. — Þú hefur gleymt teppinu þínu Eyja
mín. Ætti ég ekki að skondra inn eftir því?
Ég gleymdi því viljandi, sagði Þórey. Láttu það vera.
ViS sátum lengi í sólskininu og þögðum. — Þögn hennar var þægileg.
Svart ský staranna þyrlaðist út í vindinn.
2
Daginn eftir komum við jafn snemma útá dyrahelluna. Og ég sá hvar mað-
ur sat í forsælu álmunnar á móti, og mér sýndist hann vera blindur, og ég sá
ekki betur en hann væri að raula.
Veslings blindi maðurinn, sagði ég. Óskup held ég hann sé einmana.
0 læt ég það vera, sagði Ragnheiður, hvað hann Eyjólfur minn er einmana.
Hann lifir bara í öðrum heimi en við. Ég hef talað við hann — Ég hef oft
talað við hann. — Hann er á lensi og beitivindi útum allan sjó — jafnvel
kvennafari. — Auðvitað er hann snarruglaður, en honum líður ekki illa, og
það er alveg einstakt hvað hann getur prikazt áfram með stafnum sínum.
Einu sinni sagði hann mér sögu af konunni sinni. ViS skulum fá okkur sæti.
Mig langar til að segja þér söguna.
Og við tylltum okkur niður á bekk. FólkiS svaf ennþá hádegisblundinn,
sinn, svo við vorum bara tvö ein.
ÞaS var svoleiðis, sagði RagnheiSur, að ég spurði hann einhverju sinni,
hvort hann hefði aldrei verið giftur. Giftur, sagði hann og reisti sig allan.
HvaS heldurðu kona? HeldurSu ég hafi verið náttúrulaus alla mína löngu
ævi? Eða heldurðu kannski aS ég sé geldingur?
Ekki þyrfti það nú að vera, sagði ég hógvær, þó þú hafir látið það lönd
og leið aS ánetjast konu. Og engan hefurðu hring á hramminum.
Ég gaf hann hlaupagálu fyrir smágreiða. — Jú, ég hef verið giftur, þetta
19