Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 30
Tímarit Máls og menningar var mesta hryssa og er nú dauð auminginn. Guð sé með henni. Já hún var dálítið vergjörn og lét mig ekki einhlítan. Þó fór alltaf vel á með okkur. Það var þá helzt á kvöldin, þegar við vorum komin uppí, að við jöguðumst dálítið eins og okkur til afþreyingar. Nema einhverju sinni var það að ég kom ó- venju seint heim úr slorinu og sá ekki betur en kellingin væri sofnuð. Ég reif mig úr damminum eins hljóðlega og mér var unnt og hugði nú gott til hvíld- arinnar, skreið uppí og snéri mér frá henni, var svo rétt byrjaður á Faðir- vorinu þegar sú gamla umlaði: Snúðu þér að mér Eyjólfur minn. — Snúi ég mér að þér Eyjólfur þinn. Snúðu þér að þér sjálf, sagði ég. Svo var bið, svo var örstutt bið, þangað til hún umlaði aftur: Rektu ekki í mig rassinn Eyjólf- ur minn. — Reki ég ekki í þig rassinn Eyjólfur þinn. Hvurn andskotann á ég þá að reka í þig? sagði ég. — Æi já, hún gat stundum orðið dálítið þreyt- andi hún Guðlaug mín, — nú eins og þið eruð allar. Við hjöluðum lengi saman og skemmtum okkur innilega. — Nei, hann Eyj- ólfur okkar þjáist ekki svo mjög af blindunni sinni. — Hana nú, hér fara þá blessaðir aumingjarnir að brölta út úr skuggaholunum sínum til að skemma fyrir okkur einveruna með guði og blænum. Aldrei er friður. Ég ætlaði að segja þér meira af honum Eyjólfi kallinum. Það verður að bíða. Þórey kom stjáklandi til okkar, kímileit að vanda, og studdist nú aðeins við annan stafinn sinn. Hvað ertu búin að gera af öðru prikinu þínu Eyja mín? sagði Ragnheiður. Týnt, sagði Þórey. Ég týni öllu sem ég fæ í hendurnar. Ég hef eytt helm- ingnum af ævinni við að leita að týndum hlutum. Ég er fædd kölkuð. Eru stararnir mínir hér ennþá? Aumingja Þórey mín að týna prikinu sínu. — Já, þeir skruppu snöggvast frá. Það er órói í rassinum á þeim. Reyndu nú að setjast hjá okkur og kjaft- aðu í hann Hákon einni lygasögunni um söfnuðinn ykkar. — Hefur þú nokk- uð séð hann Jósep minn í dag? Þú ert helvítis eldsmatur Ragna mín. Annars er hann Jósep smánin fram- lágur og skyldi engan undra, eins og þú hefur farið með hann. Eins og ég hef farið með hann? Hvað meinarðu kona? Ég meina ástandið með þig og hann Hákon. Ég held þið farið bæði til fjandans. — Það er nú það sem ég held Ragna mín. Það er naumast það er munnur á þeir í dag. Svona reyndu nú að detta niður á rassinn við hliðina á mér og segðu eitthvað af viti. Einhverjir tveir kallar voru að tala um pólitík á næsta hekk við okkur. Hvernig átti þetta svo sem öðruvísi að fara með dýrtíðina? sagði annar 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.