Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 30
Tímarit Máls og menningar
var mesta hryssa og er nú dauð auminginn. Guð sé með henni. Já hún var
dálítið vergjörn og lét mig ekki einhlítan. Þó fór alltaf vel á með okkur. Það
var þá helzt á kvöldin, þegar við vorum komin uppí, að við jöguðumst dálítið
eins og okkur til afþreyingar. Nema einhverju sinni var það að ég kom ó-
venju seint heim úr slorinu og sá ekki betur en kellingin væri sofnuð. Ég reif
mig úr damminum eins hljóðlega og mér var unnt og hugði nú gott til hvíld-
arinnar, skreið uppí og snéri mér frá henni, var svo rétt byrjaður á Faðir-
vorinu þegar sú gamla umlaði: Snúðu þér að mér Eyjólfur minn. — Snúi ég
mér að þér Eyjólfur þinn. Snúðu þér að þér sjálf, sagði ég. Svo var bið, svo
var örstutt bið, þangað til hún umlaði aftur: Rektu ekki í mig rassinn Eyjólf-
ur minn. — Reki ég ekki í þig rassinn Eyjólfur þinn. Hvurn andskotann á
ég þá að reka í þig? sagði ég. — Æi já, hún gat stundum orðið dálítið þreyt-
andi hún Guðlaug mín, — nú eins og þið eruð allar.
Við hjöluðum lengi saman og skemmtum okkur innilega. — Nei, hann Eyj-
ólfur okkar þjáist ekki svo mjög af blindunni sinni. — Hana nú, hér fara þá
blessaðir aumingjarnir að brölta út úr skuggaholunum sínum til að skemma
fyrir okkur einveruna með guði og blænum. Aldrei er friður. Ég ætlaði að
segja þér meira af honum Eyjólfi kallinum. Það verður að bíða.
Þórey kom stjáklandi til okkar, kímileit að vanda, og studdist nú aðeins
við annan stafinn sinn.
Hvað ertu búin að gera af öðru prikinu þínu Eyja mín? sagði Ragnheiður.
Týnt, sagði Þórey. Ég týni öllu sem ég fæ í hendurnar. Ég hef eytt helm-
ingnum af ævinni við að leita að týndum hlutum. Ég er fædd kölkuð. Eru
stararnir mínir hér ennþá?
Aumingja Þórey mín að týna prikinu sínu. — Já, þeir skruppu snöggvast
frá. Það er órói í rassinum á þeim. Reyndu nú að setjast hjá okkur og kjaft-
aðu í hann Hákon einni lygasögunni um söfnuðinn ykkar. — Hefur þú nokk-
uð séð hann Jósep minn í dag?
Þú ert helvítis eldsmatur Ragna mín. Annars er hann Jósep smánin fram-
lágur og skyldi engan undra, eins og þú hefur farið með hann.
Eins og ég hef farið með hann? Hvað meinarðu kona?
Ég meina ástandið með þig og hann Hákon. Ég held þið farið bæði til
fjandans. — Það er nú það sem ég held Ragna mín.
Það er naumast það er munnur á þeir í dag. Svona reyndu nú að detta
niður á rassinn við hliðina á mér og segðu eitthvað af viti.
Einhverjir tveir kallar voru að tala um pólitík á næsta hekk við okkur.
Hvernig átti þetta svo sem öðruvísi að fara með dýrtíðina? sagði annar
20