Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 34
Tímarit Máls og menningar til hennar. Mér gengur það ekki of vel. Blessaður góði bættu nú um svo ég geti látið prenta þetta. Ég tók mér sæti í þægilegum armstól við lítið borð undir glugganum. Það lágu á því pappírsblöð og blýantur við hliðina á Biblíunni í stóru broti. Á veggjunum héngu nokkrar vatnslitamyndir og krítarteikningar ásamt með þyrpingu af ljósmyndum í einu horninu. Eru þetta foreldrar þínir, spurði ég og benti á eina myndina. Nei, sagði hún, þetta eru fósturforeldrar mínir. Hin myndin er af foreldrum mínum. Og þessi staka mynd er af henni fóstur- systur minni sem var að deyja. En hver hefur gert þessar vatnslita- og teiknimyndir? Þær eru ekki við- vaningslegar. Þær hefur hún dóttir mín búið til. Mér þykir vænt um þær. Hún hefur að vísu ekki lært að mála eins og kannski má sjá á þeim, en hún hefur frá bam- æsku verið svo einstaklega gefin fyrir að sulla með liti. Og svo áttu hér heilmikið bókasafn í þessum fína skáp. Þú býrð eins og mektarkona. Þetta er kytra, sagði hún, sem rúmar ekki neitt. Ég varð að skilja helming- inn af bókasafninu mínu eftir fyrir vestan. — En viltu nú ekki líta á hvað ég hef púnktað niður á örkina þá ama? Og hún rétti mér handritað blað sem lá á borðinu og bað mig lesa. Ég las: Áttlaus var morgunninn ungur og glaður er ískaldur fregnskugginn vakti mig: Nú hafði hann komið að kalla þig hinn kuflbúni svartferjumaður. Mynd þín svo rík í hug mér hló eins og befði það verið einn nýliðinn dag þar sem ómar í hlaðbrekku ljóð og lag í leik minnar æsku við bláan sjó. Blærinn sem strauk þér um hnotulitt hárið var hamingjusamur þá stund. — Og nú? Hvert ertu horfin? Ó hvar ert þú sem komst til að brosa og þerra burt tárið? Ég veit þetta eitt, þú varst öllum góð, þú varst angan blóma (og týnt er hvert þras). 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.