Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 37
ÞjóSvísa
Af þeim sex konum, sem fengið hafa bókmenntaverðlaun Nobels, eru aðeins tvær, sem
kallast vera ljóðskáld. Onnur er Gabriela Mistral, hin mun vera Nelly Sachs. Gabriela
Mistral hét réttu nafni Lucila Godoy Alcayaga, og fæddist í Vicuna í Chile 1889, var
úthlutað verðlaununum 1941, dó 1957. Hún var af baskiskum ættum og indíánskum.
Hjalmar Gullberg þýddi nokkur kvæði eftir hana og gaf út, skömmu áður en hún fékk
verðlaunin, og var þeim vel tekið í Svíþjóð, og kunna að hafa vakið eftirtekt úthlutunar-
nefndarinnar á skáldi þessu fremur en annars hefði orðið. Hjalmar Gullherg segir henni
hafa verið vísað úr skóla í bernsku sakir gáfnatregðu, áhuga- og eftirtektarleysis. (Fleiri
dæmi munu vera um svipaða útreið, sem hinir stærri og stærstu rithöfundar og skáld
hafa fengið, þó ekki séu hér nefnd.) Engu að síður tókst henni að afla sér þeirrar mennt-
unar, að hún taldist hæf til að kenna börnum, og í því starfi gekk hún svo vel fram að
henni hlotnaðist hver vegtyllan annarri meiri og var m. a. fengið það hlutverk að endur-
bæta skólakerfi í landbúnaðarhéruðum Mexikó. Fyrsta ljóðabók hennar mun hafa komið
út 1914 og fengið heitið „Sonnettur urn dauðann". („Los sonetos de la muerte.“) Þær
þóttu bera vitni ágætri skáldgáfu og flaug frægð hennar um landið á stuttum tíma.
Svo segir skáldið Hjalmar Gullberg, að henni hafi í æsku hlotnast sú gjöf sem hverju
skáldi er dýrmætust, og Indriði Einarsson kallaði „gáfu sorgarinnar" og segir Jónas
Hallgrímsson hafa eignast, og því dragi nú kvæði hans eftir sér þann sæta Ijóðhreim,
sem engu öðru líkist. Það er samhljóða álit lljalmars Gullbergs og þess nafnlausa manns
í Argentínu, sem skrifar greinargerð fyrir því safni af ljóðmælum hennar, sem kallast
„Örvænting", að án þeirrar reynslu sem hún varð fyrir er unnusti hennar sveik hana
fyrst og fyrirfór sér svo, hefði Lucila Godoy aldrei orðið Gabriela Mistral, og við hefðum
aldrei fengið að vita að hún var til.
27