Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 52
Tímarit Máls og menningar
Fagraskógi 27. 11. ’17.
Sælar og blessaðar!
Kærlega þakka ég yður bréfið.
Það er síður en svo að ég þykkist af dómi yðar, um kvæði mín, er ég
sendi í sumar. Þér megið trúa því, að mér þykir vænt um að heyra dóma
þeirra, sem ég treysti og veit að hafa bæði þekkingu og vit á skáldskap. Mér
þykir vænt um að þeir segi mér til syndanna, - og þó er langt frá því að ég
sé ævinlega á sama máli. Ég er það ekki vegna þess, að ég álíti mig að nokkru
leyti þeim fremri eða snjallari, heldur eru tilfinningar mínar óskyldar þeirra,
en mitt fyrsta boðorð í skáldskapnum er þetta: Vertu þú sjálfur.
Þessu boðorði reyni ég að fylgja til þess ýtrasta þó allur heimurinn hrópi
mig niður og kalli mig leirskáld.
Þér megið ekki halda að þetta sé gorgeir eða aðeins sagt til að sýnast.
Það var langt frá því að mér líkuðu vel kvæði þau, er ég sendi yður í
sumar og er ég yður sammála í því að ekkert þeirra jafnaðist á við þau
skástu í fyrra vetur. Ég er viss um það að enginn finnur betur galla kvæða
minna en ég sjálfur. Ég er faðir þeirra og þekki þau manna best. Ég veit að
sum þeirra eru fædd andvana. - Og að treysta dómgreind sinni, það álít ég
að allir verði að gjöra sem í alvöru og með ráðnum hug leggja út á þá erf-
iðu og hálu braut - skáldabrautina.
Kvæði mitt um „Ástina“ var veigalítið og illa orkt, en það sagði það sem
ég vildi segja það augnablikið.
Ég skal játa það með yður, að ekki eru það annað en umbúðirnar sem í
gröfinni hvíla - og líklega er eitthvað villimannslegt eða dýrslegt við það að
elska þessar leifar - gleyma þeim ekki vegna Ijómans af helgidónmum sjálf-
um. En mennirnir eru ólíkir - eins er ást þeirra.
Þegar ég orkti kvæðið var ég villimaður - kannske er ég það enn .. .
Þér minnist á Hrút og Gunnhildi.
Hvernig í ósköpunum vitið þér að ég hefi orkt kvæði um þau? Ég kvíði
fyrir að lofa yður að heyra það, því ég þykist vita að þér verðið þar fyrir
vonbrigðum. í fyrstu var ég montinn af þessu kvæði, skal ég segja yður en —
síðan ekki söguna meir.
Nú finn ég að það er aðeins reykur af því sem ég hefði viljað hafa það.
Stundum er ég í þeim ham, að álíta öll mín kvæði hégóma og leirburð. Ég
finn að mér miðar ekki eins mikið áfram eins og kröfurnar heimta. En yrkja
verð ég - þó ég örvænti á milli. Sem stendur á ég ekkert vð ljóðagerð. Einu
rnölc mín við hörpuna eru þau, að ég reyni að strjúka af henni rykið sem á
42