Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 52
Tímarit Máls og menningar Fagraskógi 27. 11. ’17. Sælar og blessaðar! Kærlega þakka ég yður bréfið. Það er síður en svo að ég þykkist af dómi yðar, um kvæði mín, er ég sendi í sumar. Þér megið trúa því, að mér þykir vænt um að heyra dóma þeirra, sem ég treysti og veit að hafa bæði þekkingu og vit á skáldskap. Mér þykir vænt um að þeir segi mér til syndanna, - og þó er langt frá því að ég sé ævinlega á sama máli. Ég er það ekki vegna þess, að ég álíti mig að nokkru leyti þeim fremri eða snjallari, heldur eru tilfinningar mínar óskyldar þeirra, en mitt fyrsta boðorð í skáldskapnum er þetta: Vertu þú sjálfur. Þessu boðorði reyni ég að fylgja til þess ýtrasta þó allur heimurinn hrópi mig niður og kalli mig leirskáld. Þér megið ekki halda að þetta sé gorgeir eða aðeins sagt til að sýnast. Það var langt frá því að mér líkuðu vel kvæði þau, er ég sendi yður í sumar og er ég yður sammála í því að ekkert þeirra jafnaðist á við þau skástu í fyrra vetur. Ég er viss um það að enginn finnur betur galla kvæða minna en ég sjálfur. Ég er faðir þeirra og þekki þau manna best. Ég veit að sum þeirra eru fædd andvana. - Og að treysta dómgreind sinni, það álít ég að allir verði að gjöra sem í alvöru og með ráðnum hug leggja út á þá erf- iðu og hálu braut - skáldabrautina. Kvæði mitt um „Ástina“ var veigalítið og illa orkt, en það sagði það sem ég vildi segja það augnablikið. Ég skal játa það með yður, að ekki eru það annað en umbúðirnar sem í gröfinni hvíla - og líklega er eitthvað villimannslegt eða dýrslegt við það að elska þessar leifar - gleyma þeim ekki vegna Ijómans af helgidónmum sjálf- um. En mennirnir eru ólíkir - eins er ást þeirra. Þegar ég orkti kvæðið var ég villimaður - kannske er ég það enn .. . Þér minnist á Hrút og Gunnhildi. Hvernig í ósköpunum vitið þér að ég hefi orkt kvæði um þau? Ég kvíði fyrir að lofa yður að heyra það, því ég þykist vita að þér verðið þar fyrir vonbrigðum. í fyrstu var ég montinn af þessu kvæði, skal ég segja yður en — síðan ekki söguna meir. Nú finn ég að það er aðeins reykur af því sem ég hefði viljað hafa það. Stundum er ég í þeim ham, að álíta öll mín kvæði hégóma og leirburð. Ég finn að mér miðar ekki eins mikið áfram eins og kröfurnar heimta. En yrkja verð ég - þó ég örvænti á milli. Sem stendur á ég ekkert vð ljóðagerð. Einu rnölc mín við hörpuna eru þau, að ég reyni að strjúka af henni rykið sem á 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.