Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 55
Bréf til Theodóru Thoroddsen
Síðasta stakan yðar var skínandi tárperla göfugrar móður yfir góSum
dreng.
GuS blessi yður, Dóra,
Olöf Andrésdóttir og frú Theodóra Thoroddsen
yðar einl.
Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi.
Fagraskógi 24. 1. 1918.
Sælar og blessaðar frú Thoroddsen.
Kærlega þakka ég ykkur Láru fyrir símkveðjuna og allt gamalt og gott.
Ég sat og las þegar ég fékk hana og hafði ekki hugmynd um að í dag væri
þessi mikli dagur að Krummi í Fagraskógi yrði 23 ára gamall. En skeytið
ykkar leiddi mig í allan sannleika og veriði blessaðar fyrir það. Og svo fór
ég að gera upp ársreikninginn - ég fór að skrifta fyrir sjálfum mér og
komst að þeirri niðurstöðu að Krumma nafnið sæmdi mér. En nú blæs kalt
á Krumma - og Dó dó og dumma.
Nú vildi ég helst geta sagt yður það í fréttum að ég væri búinn að drepa
stórt og grimmilegt bjarndýr.
Hér er ekki um annað talað en bjarndýraveiðar. Sumir þykjast sjá spor
eftir þau á ísnum, aðrir þykjast heyra til þeirra og enn þá aðrir þykjast sjá
þau í allri sinni dýrð.
Af öllu þessu er kominn í mig vígamóður - jafnvel mig sem hræðist
skuggann af sjálfum mér, hvað þá annað.
Ef ég væri skáld þá skyldi ég yrkja ódauðlega drápu um bjarndýrin og
segja að þau eins og mannlífið - nei, það mundi ég ekki segja, heldur að
þau væru eins og yrkisefni sem mig langar til að kveða um en get ekki vegna
vanmáttar míns. Þá segði ég satt.
En þetta bréf á ekki að verða neinn bjarndýrshrammur. - DavíS í Fagra-
skógi er alltaf samur við sig. Hann les, greyið, þegar hann nennir því, og
tekur í nefið þegar hann á tóbak. Ef hann ætlar að yrkja bögu þá verða úr því
eintómir hortittir og andleysi —
Illa fór með ísinn. Nú má ganga þurrum fótum yfir EyjafjörS og ég vil
fara sjóveg til Reykjavíkur núna næstu daga. Svona leikur lífið við mig.
45