Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 56
Tímarit Máls og menningar
Vel væri ég í því skapi, að setja pjönkur mínar í poka, fá mér broddstaf
og leggja gangandi til R.víkur, fara yfir þveran Skagafjörð og Húnaflóa
og gista á Hornströndum. Og svo þegar ég kæmi til R.víkur þá skyldi ég
hrópa á götunum, að svona ættu menn að fara þegar sundin legði. — Annars
er varla öld núna til þess að gera að gamni sínu og látast vera hetja. Kuld-
inn ætlar að drepa mann og það liggur við að glóðin frjósi í ofnunum. Utlit
fyrir að heyleysi og hungur taki höndum saman og reyni hin veiku þolrif
mannanna. Og lijálpi þeim þá sá sem vanur er.
En, enn þá lifi ég þó í þeirri von að allt fái góðan enda — nema þetta litla
og brjálaða bréf. Segið þér Láru fyrir mig að ég ætli að gera það fyrir hana
að skrifa henni ekki núna - en þakki henni þó kærlega fyrir sinn kvóta í
kveðjunni. En yður treysti ég til að misvirða ekki þó bréfið sé lítið, yðar
einl.
Davíð Stefánsson.
Fagraskógi 28. mars 1918.
Góðan og blessaðan daginn.
Enn þá sest ég niður að gamni mínu, eins og litlu börnin. En ekki verður
mikið í fréttunum frekar en fyrri daginn. Þær fljúga fram hjá mér - og ég
geri lítið til að höndla þær - og býst ég við að það sé hættur skaðinn. Þá er
að þakka yður fjarska vel fyrir bréfin yðar. Ekki þurfið þér að dást að mér
fyrir það, hvað ég sé viljugur að skrifa - heldur skuluð þér stinga hendinni
í yðar eigin barm og segja: „Ég er viljug - að nenna að sinna krunkinu í
honum Krumma“. Þér eruð viljugar og góðar að skrifa mér, mér þykir
vænt um bréfin yðar og verið þér blessaðar fyrir þau.
— Nú hafa atvikin og rás viðburðanna hagað þannig göngu sinni að ég
býst ekki við að koma suður fyrr en seint í sumar. En þá á að duga eða
drepast. Nú veit ég lítillega hvað það er að eiga bátinn sinn frosinn inni —
en vilja sigla. Og ekki er allur ís farinn enn þá. Ég er að mestu leyti hættur
að lesa og farinn að taka lífinu og vonbrigðunum með mestu ró. Og hvað
tjóar annað? Hvernig í ósköpunum á maður að sitja við lestur, þegar mað-
ur getur ekki lesið, eða reyna að yrkja þegar maður getur það ekki? Þá er
ekkert annað hægt að gera, en segja eitt langt - stopp. Og fara út og moka
snjó. Dabbi er vitur núna.
Ég er nýlega kominn af flækingi. Fór inn á Akureyri og gisti þar nokkra
46