Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 57
Bréf til Theodóru Thoroddsen daga. Þar liggur andleysiö í loftinu og þar eru oddborgarar og rabbarbara- vín. Eg fór þaðan fullur af - leiðindum. Nú er ég aftur heima. Og það býst ég við að verða í sumar. Mér finnst mér vera alstaðar ofaukið nema hér í Fagraskógi - einkum á sumrin. Lítið býst ég við að vinna því bæði er ég latur og svo er ég þollítill að vinna erfiðisvinnu. En ég ætla að trúa yður fyrir því: Ég œtla að gera mikið í sum- ar. Hvað sem úr því verður. Ég er búinn að höggva saman grind í einn mik- inn (loft)kastala, en í sumar ætla ég að gjöra hann hýsilegan, klæða hann og fága. Engum vil ég segja úr hvaða efni grindin er — því ef hann hrynur allur er hest að faðirinn verði einn fyrir vonbrigðum. En nú vantar mig ekkert annað en tíma - og vit. Tíminn kemur, og eigum við ekki að segja að vitið komi líka - (Best að fylgja móðnum og vera stór- orður). En öðru máli að gegna: Þér segið mér að þér séuð andl. og líkamlega drepnar. En þá segi ég: Guð hjálpi ungu konunum ef þær eiga eftir að ganga i sporin yðar; þér gangið úr orustunni eins og hetja. Ég hefi reynt að setja mig í spor móðurinnar sem vakir yfir syni sínum dánum - og síst undrar mig það, þó að þær stunur séu þungar sem þá koma frá móður brjóstum. En sumir vaxa af sorgunum. Jafnvel sorgin getur verið aleiga sumra. Nú er ég að verða villimaður. Sleppum því. En þér megið ekki segja að þér séuð andlega drepnar, og ég hef ekki leyfi til að segja yður að þér megið ekki segja það. En ég vil ekki heyra það. Ég vil ekki heyra að örlögin hafi leikið yður svo grimmilega - yður, sem ekkert eigið nema gott skilið, og eruð ef til vill eina konan á Islandi sem hefur náð svanahljómum úr hörpunni sinni. Þér megið ekki halda að ég segi þetta aðeins til að fylla út pappírinn. Ég segi það af því það er sannfæring mín. Trúið þér því. Annars lofsyng ég fáar konur þessa stundina. Ég gjöri raunar meira að því að lasta þær en lofa - þó líklega væri réttast að gjöra sig þar ekki að dómara. Og ég skal játa það að kvenhatur er líklega ætíð sprottið af van- þekkingu á sál konunnar. Þess vegna er best að segja fátt - en reyna að skilj a meira. Konurnar eru máttugar. Þær eru voldugar í hinu illa og voldugar í hinu góða. En okkur karlmönnum hættir meira til að líta á ytri fegurð þeirra en hina innri. Og einmitt það gjörir okkur oft og tíðum að meiri eða minni fíflum. Ég er farinn að hlakka til vorsins og leysinganna. Mér er farið að leiðast 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.