Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 59
Bréf til Theodóru Thoroddsen Róm 12. apríl 1921. Elskan mín góða. Það er frekar af guðleysi heldur en gleymsku að ég hef ekki skrifað þér, Theódóra. En hugir mætast yfir hafi þó lítið sé um skriftir. Ég fékk bókina þína með góðum skilum og las hana á leiðinni hingað suður í dýrðina. Hún hressti mig sannarlega og vertu margblessuð fyrir hana og skrifaðu meira. En ég vona að þér líki það ekki miður: Ég vil heldur fá þulur frá þér. Engum hefur tekist sá háttur betur en þér. Og þú getur sagt allt í þulunni, svo auðveldur er þér hátturinn. En sögurnar eru náttúrlega blessaðar og góðar líka og margfalt betri en ég hefði getað skrifað. Ég yrki lítið en gleðji sig einhver yfir því að Dabbi sé dauður þá skaltu ekki mæla á móti því, en - jæja, mér er sama. Ég geng snauður á móti fram- tíðinni og hef engu að tapa. Og ekki er öll nótt úti enn. Hér er yndislegt að vera. Sól og sumar á hverjum degi. Pálmalaufin skjálfa í vorblænum og vínviðurinn heitur eins og mey sem ætlar að fara að stíga upp í brúðarsængina. Sítrónur og epli glóa í geislunum, bændur plægja akra sína með sílspikuðum, stórhyrndum uxum og aka vínkvartilum og ávöxtum jarðarinnar á asnavögnum inn í hina eilífu borg. Við ferðalang- arnir grípum kvartilin og teygum úr þeim vínið eins og skyrblöndu því við erum þyrstir og þreyttir af göngu yfir fjöll og heiðar. Og þó að léttur sé malur margra þá dregur ferðamann það sem lítið er. Hér er gott að vera. Hér er hægt að vera einn þegar maður vill og í gleðihóp þegar sú hliðin er uppi. Hér er forn list í ríkum mæli, um gamla rómverska menningu er hér hægt að lesa á sigurbogum og hrotnum súlum. Hér eru allar kirkjur opnar vorlangan daginn og þangað er gott að flýja og hvíla sig og hlusta á latn- eskar messur og bænasöngva og teyga reykelsisilminn. Ég er nýlega kominn sunnan frá Capri. Það er guðdómleg eyja og þar vildi ég búa á vetrum en heima á íslandi á sumrum. Ef ég væri ríkur mundi ég gjöra það. Og þá hyði ég þér með mér eitthvert haustið. Þar er allt sem þarf að fá til þess að koma gleði á. Gröndal mimdi hafa sagt: Þar eru klettar. Þar eru hvít hús. Þar eru blóm. Þar eru vínlindir. Þar vaxa epli á trjánum. Þar eru skuggasælir lundar. Þar er kvenfólk og þar er gott að vera. Ágætt - Gröndal var meistari og gat verið dásamlega vitlaus með köflum. í Capri dansaði ég tarantella og söng St. Luciana og sá sólina hníga eldrauða í hinar heiðbláu Miðjarðarhafsöldur. Sjaldan hef ég séð slíka dýrð. Ég vildi að þú hefðir getað séð hana líka. Svo gekk ég upp á Vesuvius og andaði að mér hinni helvísku eiturgufu sem þar gýs upp úr jörðinni dag og nótt. Það er 4 TMM 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.