Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 60
Tímarit Máls og menningar
andardráttur tröllsins sem spýr eldi þegar það reiðist. Og skolfið hefur
jörðin þegar Pompej hrundi. Það er hryllilegt að hugsa til þeirra ógna sem
dunið hafa yfir íbúa þessa bæjar. Heil borg í rústum - það ekki einn smá-
kofi heldur tugir stórhýsa. En það er mynd af mörgu hér á jörð. Hallir
hrynja, vinir svíkja vini og blóm fölna á frostnóttum -.
Guð blessi þig, Theódóra, og aldrei gleymi ég hvernig þú hefur reynst
mér. Og ef mér auðnast það að koma heim aftur, sem ég vona fastlega, þá
mun ekki líða á löngu áður en ég drep að dyrum þínum. Og ég vona að þú
lofir mér að hvíla mig um stund í stólnum við gluggann. Mér þykir vænt um
græna litinn og yfir stólnum var grænt teppi. Svo gefur þú mér einhverja
hressingu því sennilega verð ég bæði svangur og þyrstur en verði nokkuð í
vasa mínum færð þú að heyra. Ef til vill á ég þá leyndarmál sem ég trúi þér
fyrir. -
Eftir nokkra daga fer ég héðan frá Róm og til Assisi, þaðan til Firenze og
svo til Veneziu - og svo norður á við. Ég uni mér mjög vel meðal óþekktra.
Perlur tala með geislagliti, blóm með ilmi og mállausir með svip og bend-
ingum. Hér er yndislegt að vera. En nú er komin nótt og í fyrra málið þarf
ég að vera á járnbrautarstöðinni kl. 6 til þess að kveðja Maju litlu sem er að
fara heim til Kristianiu.
Ævintýrin taka aldrei enda. Ég bið mjög vel að heilsa Láru og svo er bréf-
ið á enda.
Guð sé með þér og þeim.
Davíð Stefánsson
FÁEINAR SKÝRINGAR
Bls. 41. Iðunnar né Ágústar hirðslcáld. Davíð Stefánsson birti á þessum árum nokkur
af fyrstu kvæðum sínum í Iðunni, sem Ágúst H. Bjarnason ritstýrði þá.
Bls. 43. Er Sjöjn ekki dásamlegt rit? „Sjöfn / Þýðingar úr erlendum málum / Eftir
Á. H. B.“ I þessu kveri (32 bls.) voru þýdd ljóð m. a. eftir Longfellow, Heine, Goethe,
Fröding, Edgar A. Poe. „Sjöfn“ kom út rétt fyrir jólin 1917, svo að Davíð hefur senni-
lega ekki verið búinn að sjá bókina þegar hann skrifaði þetta bréf. „Stögunarvísurnar“
hennar Ólajar Andrésd. Sbr. einnig kveðjuorð þessa bréfs. I Iðunni 1917, bls. 150-151,
birtust fimm vísur undir fyrirsögninni „Að staga". Undirskrift er: Ólöf Andrésdóttir.
Líklegt er að bæði í Iðunni og í bréfi Davíðs sé Ólöf misritað fyrir Ólína, en vísur
þessar eru þó ekki í Ljóðmœlum Ólínu og Herdísar Andrjesdœtra 1924.
BIs. 49. Ég jékk bókina þína ... þ. e. Theodora Thoroddsen, Eins og gengur, Reykja-
vík 1920.
50