Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 65
Hlutdrœgni vísindanna heldur engu meginmáli í þessu sambandi, að náttúrlega hluti er að sjálfsögðu unnt að skoða úr meiri fjarlægð en fyrirbrigði samfélagslegrar ættar. Heim- ur náttúrunnar stendur að mestu utanvið vitundarsvið mannsins. Þó gegnir hlutdrægur skilningur einnig mikilvægu hlutverki í þessum efnum, endaþótt nokkuð erfiðara geti verið að henda reiður á honum; nefnilega þegar til kemur bein þjónkun við síðborgaralega hagsmuni í formi vissra alhæfinga. Hlutdrægni kemur hér fram í því, að ekki er reynt að leiða í ljós allan sann- leikann um ákveðið viðfangsefni. Þessi tegund hlutdrægni er með snöggtum sterkari áróðursbrag en áhangendur hennar væna andmælendur sína um. Weismann og Lysenko,6 annar málsvari kenningarinnar um umhverfisáhrif sem afgerandi þátt áunninna eiginleika, hinn talsmaður óskoraðs valds erfða í þessu sambandi, þessir tveir vísindamenn eru ekki einvörðungu fræði- legir andstæðingar. Það sem meira er: annar lýsir neikvæðu, hinn jákvæðu viðhorfi sínu til þróunarhugmyndarinnar. Kenning Weismanns um „samfellt kímfrymi“ (kontinuierliches Keimplasma), sem einungis getur tekið breyt- ingum innanfrá og engar ytri aðstæður hafa nein áhrif á, er í eðli sínu íhalds- söm. Jafnvel þegar um er að ræða ágreining um meginatriði stærðfræði og eðlisfræði, lætur hlutdrægni af lakara tæinu víða á sér kræla, einkum þó og sérílagi þegar til koma grundvallaratriði þekkingarfræðilegs eðlis eða alhæf- ingar, sem taka mið af ákveðinni heimsmynd. M. ö. o. þegar um er að ræða hugmyndafræðileg atriði, sem ekki lúta hlutlægu mati, þrátt fyrir alla við- leitni til að komast að hlutlægri niðurstöðu. Alþekkt dæmi eru hin pósitívis- tíska afstaða jafn „hreinræktaðs“ stærðfræðings og Bertrands Russells eða dulspekilegt viðhorf hins „hreinræktaða“ eðlisfræðings, Eddingtons.7 Raun- sæisleg afstaða Plancks8 kemst einna næst því að vera undantekning að þessu leyti. Afturámóti hefur rishá vísindamennska engu breytt um það, að frá síðustu aldamótum hefur átt sér stað sýnilegt fráhvarf frá raunsæisstefn- unni, sem verið hefur meir í ætt við „tíðarandann“ (Zeitströmung) en raunverulegt „skrið heimsins“ (Weltströmung). Hilbert9 leit á hið stærð- fræðilega eingöngu sem samspil forsendna og niðurstaðna, þarsem unnt væri að setja inní og breyta um „frumhæfingar“ (axíóm) að vild. I „innsæis- legri“ (intúitívri) stærðfræði Brouwers10 er og gert ráð fyrir því að niður- staðan sem slík lúti engum hlutlægum eða rökrænum innri lögmálum, heldur ákvarðist niðurstaðan á sama hátt og forsenda hennar af sjálfráðu vali. Þess- ir miklu stærðfræðingar slitu þarmeð stærðfræðina úr öllum tengslum við hina ytri veröld sem hún hafði fyrr meir sótt efnivið sinn í. Stærðfræðinni var eignaður sérstakur heimur. Þetta var í samræmi við þá óraunsæju hlut- 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.