Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 72
Tímarit Máls og menningar
sanna mynd af veruleikanum með því að sýna framá náin tengsl mannsins
sjálfs við hinn ytri veruleika og mátt hans til að umbreyta gangi veraldar-
innar sjálfrar. Þrátt fyrir alla þá örðugleika sem eru á því að þröngva
streymi verðandinnar í ákveðinn farveg, verður þó einu ekki breytt: Gangur
sögunnar veldur því, að sífellt fleiri framleiðsluöfl losna úr læðingi og loka-
stigið hlýtur að verða sósíalismi, kommúnismi, ef það á ekki fyrir heiminum
að liggja að líða undir lok. Veröldin hefur því ríka þörf fyrir lýsandi skiLn-
ing. Náttúruríkið með öllum þeim huldu öflum, sem það býr enn yfir, er eitt
með mannkyninu. Það er á færi mannsins að virkja þessi náttúruöfl í þágu
mannsæmandi lífs. Sjálf koma náttúruöflin ekki fyrir fullbúin til nýtingar í
þessum tilgangi. Þau húa aðeins yfir vissum tilhneigingum sem maðurinn
getur örvað og fært sér í nyt. Marxisminn er því ekki aðeins sanleikanum
samkvæmur, heldur býr þessi sannleikur, veruleikinn sjálfur, yfir samskonar
tilhneigingum og marxisminn gerir ráð fyrir, - hvort sem horft er til sög-
unnar eða náttúrunnar sjálfrar. Þessar tilhneigingar koma þó einna skýrast
í ljós, þegar litið er til sögulegra og þjóðfélagslegra aðstæðna. Jafnvel for-
hertustu tilraunir fasismans tilað berjast á móli straumi sögunnar, sjálfu
skriði heimsins, geta hvergi náð neinni haldfestu og munu á endanum farast
í þessum sama straumi, sem þær reyna sem ákafast að svamla á móti. Skriði
heimsins fylgir að vísu enn mikil eyðilegging, forheimskun og annarskonar
niðurrifsumbrot, en driffjöðurin er eftir sem áður hin díalektíska tilhneig-
ing þróunarinnar að stefna alltaf framá við. Það eru lögmál þróunarinnar,
sem lánast hefur að bregða ljósi þekkingarinnar yfir, þessi lögmál eru leið-
andi öfl í öllu því starfi, sem unnið er á grundvelli marxískrar fræðikenn-
ingar. Þrátt fyrir þá baráttu sem frelsið verður sífellt að heyja við eyðilegg-
ingaröflin, þá er sigur þess vís á endanum. Sigur frelsisins er óumflýjanleg
nauðsyn, sem á sér rætur í díalektísku ferli sjálfrar þróunarinnar. Þekking
á þessu díalektíska efnislega ferli og endurspeglun þess, er undirstaða
marxískrar hlutdrægni og ástæðan til þess, að marxismanum er unnt að vera
svo sannfærðum um raunsæi sitt. Þessi sannfæring birtist okkur í formi
hinnar byltingarkenndu, rómantísku, baráttuglöðu og djörfu von, sem er í
senn blundandi von veruleikans sjálfs. Væri þannig um hnútana búið, að
heimurinn væri í grundvallaratriðum andstæður vonum mannkynsins, ef
heimurinn væri fullskipaður og óumbreytanlegur, í stað þess að búa yfir
margskonar framtíðarmöguleikum, þá ætti vonin, þessi þungamiðja marx-
ískrar hlutdrægni, hvergi heima nema í hinum fjarlæga og afstæða útópíska
draumi. Það er einmitt ein af mestu uppgötvunum Marx, að hann skyldi í
62