Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 77
Hlutdrœgni vísindanna 10 Til glöggvunar á því bitbeini sem hér um ræðir er vert að tilfæra fáein orð úr grein eftir breska vísindamanninn J. D. Bernal, „Dialektisk efnishyggja", sem prentuð var í Tímariti Máls og menningar, 2.-3. hefti, 1948: „Nútíma mynd manna af eðlisheiminum er full af andstæðum og mótsögnum og jafnframt ljóslifandi dæmi um, hversu eldri rök- fræðin hefur bruugðizt. Eðli geislunar er eitt þessara umdeildu úrlausnarefna. Arum saman hefur verið deilt um það, hvort ljósið væri fremur efnisagna- eða ölduhreyfing. Við vitum nú, að það er ekki ljósið eitt, sem er efnisagna- og ölduhreyfing, hvort tveggja í senn, sama máli gegnir um frumeindir og rafeindir. Réttara mun að kveða svo á, að hér sé um að ræða eitthvað, er geti bæði verið öldur og efnisagnir. Sá er munur á þessum tveim hugtökum, að efnisögn er eitthvað, sem hundið er við ákveðinn stað á hverjum tíma, aldan lætur hins vegar til sín taka á ákveðnu svæði um ákveðinn tíma. Svo virðist frá sjónarmiði „heilhrigðrar skynsemi", sem auðvelt ætti að vera að greina á milli þessa tvenns. Þó hafa menn nú komizt að raun um, að svo hagar til við geislun, að aldrei er hægt að ákveða nákvæmlega stöðu efniseindanna, en á hinn bóginn er kleift að staðsetja ölduhreyfinguna. Þessar tvær andstæður renna hér saman í eitt.“ (bls. 194— 195). 17 Thomas Hohbes (1588-1679), breskur heimspekingur, sem hélt fram þeirri skoðun, að veröldina mætti skýra útfrá hugtakinu um hreyfingu efnislegra frumeinda; vélræn lögbundin hreyfing efnislegra frumeinda gerði kleift að skýra jafnt fyrirbæri náttúrunn- ar sem sálarlíf manna. Hobbes er þekktastur fyrir rit sitt Leviathan, en í því færir hann rök fyrir nauðsyn einveldis til að tryggja frið og öryggi manna. 18 Adam Smith (1723-1790), enskur hagfræðingur og heimspekingur, höfundur klass- ísku þjóðhagfræðinnar. Hann er þekktastur fyrir rit sitt, „Auðlegð þjóðanna" (The Wealth of Nations). 19 Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716), er talinn einn fjölmenntaðasti heimspek- ingur síns tíma. Hugtakið um „mónöðurnar", sem hér er vikið að, er mikilvægasta hug- takið í frumspeki hans. Samkvæmt frumspeki Leibniz samanstendur alheimurinn af frumeiningum (mónöðum). Þessar frumeiningar hafa enga efnislega eiginleika svo sem stærð eða þyngd. Ein þessara frumeininga er sál hvers okkar og auðveldast er að skilja aðrar einingar í samlíkingu við hana. Megineinkenni frumeininganna er skyn- hæfni þeirra, hver frumeining skynjar heiminn - þeas. heild allra annarra frumeininga - á sinn hátt. En skynjun frumeininganna er mjög misjafnlega skýr og ljós: til eru frum- einingar gersneyddar meðvitund og skynjun þeirra endurspeglar því aðrar frumeiningar á afar ófullkominn hátt, aðrar hafa fullkomnari eiginleika svo sem kenndir og þrár, og enn aðrar eru gæddar skynsemi og vilja, en svo er um sálir okkar. - Þessar frumeiningar eru jafnframt orkueiningar: hver frumeining er uppspretta „athafna", og með því „at- hafnir“ þeirra felast í því að skynja „heiminn", þá leitast hver þeirra á sinn hátt við að öðlast æ Ijósari og skýrari skynjanir, eða möo. „að brjótast í gegnum myrkrið í átt til ljóssins". 20 Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831), þýskur heimspekingur. Ein megin- hugmynd Hegels er sú, að sagan beri vitni um stöðuga baráttu manna til að verða sjálfs sín ráðandi, frjálsir og fullkomlega meðvitandi um veruleika sinn. Þessi barátta fyrir frelsi og sjálfsvitund lýtur samkvæmt Hegel eigin innri lögmálum, og eitt helsta verk- efni heimspekingsins er að afhjúpa löggengi hinnar sögulegu þróunar mannkynsins. En 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.