Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 81
Hlutdrœgni og raunvísindi
atriði í hugmyndum okkar um hegðun efnisins; atriði sem styðst við ótal
tilraunir og fáir eðlisfræðingar draga í efa nú á tímum.
Sú niðurstaða skammtafræðinnar er ennfremur forvitnileg í þessu við-
fangi, að mælingin hefur ófyrirsjáanleg áhrif á liið mœlda. Eins og áður
var tæpt á, skiptir þetta sköpum, þegar beita skal ströngu orsakalögmáli, og
dregur í rauninni úr því máttinn, þótt ekki kæmi annað til. Fróðlegt er að
bera þetta saman við þær aðstæður sem ýmis félagsvísindi verða að búa
við; t. a. m. hefur sjálf spurningin, sem beitt er við athuganir slíkra vísinda,
óhjákvæmileg áhrif á manninn sem spurður er.
Svo sem hið íslenska nafn bendir til, styðjast raunvísindi við reynslu og
sækja viðfangsefni sín til hennar. Náttúrulögmálin verða til í stöðugu
samspili milli reynslu og skapandi hugsunar: nýjar athuganir á ytri veru-
leika kollvarpa gömlum lögmálum eða sýna fram á takmarkanir þeirra, og
þá eru sett fram ný lögmál, oft víðtækari en hin gömlu, og þau ganga síðan
í gegnum hreinsunareld tilrauna og athugana. Þetta á hins vegar ekki við um
stœrðjræði, enda telst hún elcki til raunvísinda í eiginlegum skilningi;
stærðfræðisetning, sem hefur einu sinni verið sönnuð samkvæmt hinum
ströngu rökrænu leikreglum stærðfræðinnar, verður alltaf rétt, hvað sem á
dynur. Þar sem stærðfræði er þannig óháð raunheiminum mætti ætla að hún
væri algerlega óhlutdræg eða gersneydd öllu sem kalla má smekk eða mat.
Þess vegna er athyglisvert að stærðfræðingar virðast gera mjög upp á milli
einstakra stærðfræðisetninga. Þetta kemur t. d. fram í bók G. H. Hardys,
„Málsvörn stærðfræðings“, sem hefur komið út á íslensku. Þar ræðir hann
t. a. m. um fegurð, mikilvægi, alhæfi og dýpt stærðfræðisetninga sem jákvæð
einkenni þeirra.
Raunvísindi eru sem kunnugt er eitt það svið mannlegrar starfsemi þar
sem sérliœfing verður hvað mest nú á dögum, og er því býsna fróðlegt að
gefa henni gaum þegar fjallað er um þjóðfélagslegt hlutverk vísinda. Ég ætla
mér ekki þá dul að segja hér kost og löst á sérhæfingu til neinnar hlítar, en
vil aðeins benda á eitt atriði sem mér þykir íhugunarvert. Til skamms tíma
hafa ýmsir raunvísindamenn sýnt þjóðfélagsmálum nokkurn áhuga og til
að mynda látið sig nokkru varða, hvernig ávextir rannsókna hafa verið not-
aðir í samfélaginu. Ég minnti t. d. á að þeir Bohr og Einstein skáru upp
herör gegn misbeitingu kjarnorkunnar á sínum tíma. A hinn bóginn virðast
ýmsir líta það mjög hornauga að raunvísindamenn (eða aðrir) stigi hænu-
fet út fyrir hið þrönga verksvið sem sérhæfing þeirra er talin ná til. Slík
hólfun getur auðvitað haft stórháskalegar afleiðingar, t. a. m. ef raunvísinda-
71