Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 86
Tímarit Máls og menningar — nema einu sinni. Og um það fjallar harmleikurinn sem Matthías Jochums- son samdi um Jón Arason. Og þótt ekki skorti lögfræðina jafnvel í þessum íslenzka harmleik þá réð lífið sjálft úrslitum í lokin. Því að hér var ekki um það að ræða hvor málsaðilinn ynni málið frá lögfræðilegu sjónarmiði. Hér varð sá sem tapaði að greiða þau manngjöld, sem talin eru almennt dýrust bóta, greiða þau með lífi og blóði sjálfs sín. Matthías Jochumsson samdi leikritið skömmu fyrir síðustu aldamót og var gefið út á ísafirði árið 1900. Það heitir á titilblaði: Jón Arason. | Harmsöguleikur | (Tragedia) | í fimm þáttum. Hann þýddi leikritið á dönsku og sendi það hinum mikla höfðingja í heimi danskrar bókmenntagagnrýni, Georg Brandes, og bað hann líta á það. Þeir Matthías og Brandes voru vel málkunnugir og skrifuðust á og hafa bréf þeirra verið gefin út. Raunar sætir það nokkurri furðu hve vel hefur farið á með þessum tveim mönnum, trúarskáldinu íslenzka og hinum danska heið- ingja og umbrotamanni í bókmenntum Norðurlanda. Svo ólíkir sem þeir voru að uppruna og lífsskoðun mátu þeir hvor annan mikils, og grunur minn er sá, að Matthías okkar hafi verið einn af fáum klerkum, ef ekki sá eini, er skrifaðist á við Brandes, hinn andkirkj ulega uppreisnarmann. Brandes lá þá á sóttarsæng suður í Normandie er honum barst handritið að leikriti Matthíasar um Jón Arason. Brandes var ekki hréflatur maður og skrifaði Matthíasi um hæl og sagði honum álit sitt á leiknum. Hann kallaði leikinn et Lœse-Drama, þ. e. leikrit sem væri fremur ætlað til aflestrar en sýningar. Honum farast svo orð í bréfi til Matthíasar 25. sept. 1899: „Já, kæra skáld, ég las leikrit yðar með athygli og ánægju. Þar sem það er ekki skrifað handa neinu leikhúsi, því vesalings ísland á ekki heldur neitt leiksvið, þá eru tilsvörin að vísu löng, en leikritið lifir og er í heild mjög athyglisvert og þér hafið mig fyrir rangri sök er þér haldið að ég hafi ekki skilið það til fullnustu.“ Nú eru liðnir þrír aldarfjórðungar síðan þessi orð voru rituð. „Det stakkels Island“ eins og Brandes orðaði það hefur eignazt leikhús, er getur tekið þetta „les-leikrit“ til glæsilegrar sviðsetningar. Það horfir því mjög til gam- ans að Islendingar hafa nú átt kost á að horfa á þetta mikla drama íslands- sögunnar í leikrænu formi þegar sú saga telur ellefu aldir. Ef maður er ekki alltof smámunasamur, þá er það ekki mjög fjarri réttu lagi að telja viðburði siðaskipta miðsvæðis í sögu íslands. En í annan stað valda þeir einhverjum mestu vatnaskilum í tilveru okkar. I öndverðu geng- um við Noregskonungi á hönd með skilyrðum og áskildum réttindum. í þrjár 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.