Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 88
Tímarit Máls og menningar pólitískum réttindum og flytja valdið og auðinn út úr landinu. Á íslandi var kaþólska kirkjan innlend stofnun þótt hún væri grein á gömlum meiði heimskirkjunnar. Að sjálfsögðu var hún ágjörn til fjár og landa en auður hennar og völd voru varðveitt hér heima. Þegar þjóðhöfðingjar Evrópu létu greipar sópa um tekjur og eignir kirkjunnar fóru þessir fjármunir ýmist í þeirra sjóð eða til þegna þeirra, sem kunnu að ávaxta þá til þrifnaðar fram- leiðslu og verzlun. Á Islandi runnu tekjurnar af eignum kirkjunnar til Dana en Islendingar stóðu eftir snauðari en áður. „Sjóðurinn flaug til Danmerk- ur“ sagði Gissur biskup Einarsson með kaldranalegri glettni. Þegar Matthías Jochumsson skrifaði leikritið um Jón Arason var honum með öllu ljóst, að viðnám og barátta biskupsins á Hólum var ekki einvörð- ungu trúarlegs eðlis. Barátta lians fyrir trú sinni var svo samfléttuð hags- munum og réttindum þjóðarinnar, pólitískum og efnahagslegum, að vart er unnt að greina samskeytin, þar sem hinu andlega sleppir og hið jarðneska tekur við. Hlutlæg og söguleg vígstaða íslendinga var slík, að Jón Arason átti ekki annarra kosta völ en verja réttindi og lífshagsmuni þjóðar sinnar í sama mund og hann reis í fullu veldi til varnar trú sinni, dýrlingum sínum, að ógleymdri blessaðri guðsmóður, sem hann hafði ort innfjálga guðlega mansöngva. Fyrir þessar sakir dó Jón Arason þjóðhetja, en ekki aðeins ein- mana píslarvottur fyrir persónulega trú sína. Löngu fyrir daga Matthíasar hafði annar íslendingur greint tengslin milli íslenzku þjóðarinnar og kaþólskrar trúar. Það var Árni Magnússon, hand- ritasafnarinn, sennilega gæddur skarpara söguskyni en aðrir íslendingar, þótt hann hafi ekki látið eftir sig annað en stuttar athugasemdir á spássíum handrita. Hinn ágæti og trúgjarni ritari hans, Jón Ólafsson frá Grunnavík, skrifar svo í orðabók sína við orðið klaustur: „Virti sálugi Assessor Árni þetta fargan þeirra Bessastaðamanna að taka jarðagóss undir sig eða konung eftir siðaskiptin, sem þeir hafi viljað stunda til að taka allan kjark og þrótt úr þeirri íslenzku nation, til að gjöra þá að þrælum hinnar dönsku þjóðar og maktarlaus til að hrinda þeirra þrældóms oki af hálsi sér ...“ Eftir á að hyggja er það kannski ekki ýkja erfitt að greina tvístuðlana í sögulegum örlögum Jóns Arasonar. En það þurfti skáldið Matthías til þess að skynja hversvegna hann einn allra íslendinga leið píslarvættisdauða fyrir málstað. I sögunni fær enginn afrekað neitt svo mark sé að nema sá sem hef- ur köllun. Biskupinn segir við Sigurð son sinn í Hólastofu: „Sú rödd sem eg heyri heitir k'óllun. Og sú rödd kallar hærra en kóngsboð, úrtölur og kvenna- 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.