Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 88
Tímarit Máls og menningar
pólitískum réttindum og flytja valdið og auðinn út úr landinu. Á íslandi var
kaþólska kirkjan innlend stofnun þótt hún væri grein á gömlum meiði
heimskirkjunnar. Að sjálfsögðu var hún ágjörn til fjár og landa en auður
hennar og völd voru varðveitt hér heima. Þegar þjóðhöfðingjar Evrópu létu
greipar sópa um tekjur og eignir kirkjunnar fóru þessir fjármunir ýmist í
þeirra sjóð eða til þegna þeirra, sem kunnu að ávaxta þá til þrifnaðar fram-
leiðslu og verzlun. Á Islandi runnu tekjurnar af eignum kirkjunnar til Dana
en Islendingar stóðu eftir snauðari en áður. „Sjóðurinn flaug til Danmerk-
ur“ sagði Gissur biskup Einarsson með kaldranalegri glettni.
Þegar Matthías Jochumsson skrifaði leikritið um Jón Arason var honum
með öllu ljóst, að viðnám og barátta biskupsins á Hólum var ekki einvörð-
ungu trúarlegs eðlis. Barátta lians fyrir trú sinni var svo samfléttuð hags-
munum og réttindum þjóðarinnar, pólitískum og efnahagslegum, að vart er
unnt að greina samskeytin, þar sem hinu andlega sleppir og hið jarðneska
tekur við. Hlutlæg og söguleg vígstaða íslendinga var slík, að Jón Arason
átti ekki annarra kosta völ en verja réttindi og lífshagsmuni þjóðar sinnar í
sama mund og hann reis í fullu veldi til varnar trú sinni, dýrlingum sínum,
að ógleymdri blessaðri guðsmóður, sem hann hafði ort innfjálga guðlega
mansöngva. Fyrir þessar sakir dó Jón Arason þjóðhetja, en ekki aðeins ein-
mana píslarvottur fyrir persónulega trú sína.
Löngu fyrir daga Matthíasar hafði annar íslendingur greint tengslin milli
íslenzku þjóðarinnar og kaþólskrar trúar. Það var Árni Magnússon, hand-
ritasafnarinn, sennilega gæddur skarpara söguskyni en aðrir íslendingar,
þótt hann hafi ekki látið eftir sig annað en stuttar athugasemdir á spássíum
handrita. Hinn ágæti og trúgjarni ritari hans, Jón Ólafsson frá Grunnavík,
skrifar svo í orðabók sína við orðið klaustur:
„Virti sálugi Assessor Árni þetta fargan þeirra Bessastaðamanna að taka
jarðagóss undir sig eða konung eftir siðaskiptin, sem þeir hafi viljað stunda
til að taka allan kjark og þrótt úr þeirri íslenzku nation, til að gjöra þá að
þrælum hinnar dönsku þjóðar og maktarlaus til að hrinda þeirra þrældóms
oki af hálsi sér ...“
Eftir á að hyggja er það kannski ekki ýkja erfitt að greina tvístuðlana í
sögulegum örlögum Jóns Arasonar. En það þurfti skáldið Matthías til þess að
skynja hversvegna hann einn allra íslendinga leið píslarvættisdauða fyrir
málstað. I sögunni fær enginn afrekað neitt svo mark sé að nema sá sem hef-
ur köllun. Biskupinn segir við Sigurð son sinn í Hólastofu: „Sú rödd sem eg
heyri heitir k'óllun. Og sú rödd kallar hærra en kóngsboð, úrtölur og kvenna-
78