Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 90
Hermann Pálsson
Hamingja í íslenzkum fornsögum
og siðfræði miðalda
I íslenzkum fornsögum er það tekið fram um ýmsa einstaklinga að þeir hafi
verið gæfumenn, en aðrir eru svo kallaðir ógæfumenn. Þótt lesendum sagn-
anna sé yfirleitt ljóst hvað átt sé við með slíkum ummælum, þá eru fræði-
menn ekki á einu máli um upptök þeirra hugmynda, sem fólgnar eru í orð-
unum gæfa og ógæfa, hamingja og óhamingja. Orðin gæfa og hamingja eru
að sjálfsögðu af fornum íslenzkum toga, en hitt engan veginn einsætt, að
höfundar íslendingasagna hafi notað þau í sömu merkingu og í heiðni. í
þessu erindi mun ég leitast við að skýra þessi hugtök af sjónarhóli evrópskra
siðfræðinga á 12. öld, en áður en komið verður að meginefninu þykir mér
rétt að gera nokkrar lauslegar athugasemdir í formála.
Eins og alkunnugt er, þá tóku hugmyndir manna um siðfræði allmiklum
hreytingum á 12. öld. Kenningar Agústínusar, sem áttu rætur sínar að rekja
til grískrar og rómverskrar heimspeki, biblíunnar og elztu kirkjufeðra, réðu
miklu um siðgæðishugmyndir um margar aldir, en undir lok 11. aldar fara
svo að koma fram nýir skólar, sem ná fullum þroska á 12. öld. Margar nýj-
ungar áttu upptök sín í klaustrum og öðrum menntastofnunum Ágústínusar-
reglunnar, og einkum varð Sankti-Viktors skólinn í París til að örva menn
að öðlast skilning á sjálfum sér og umhverfinu, bæði þjóðfélaginu og náttúr-
unni, og einnig fortíðinni um leið. Þess skal getið hér lauslega, að við Sankti-
Viktors skólann mun Þorlákur helgi hafa stundað nám, en eftir heimkomuna
verður hann fyrsti forstöðumaður Ágústínusarklaustursins í Þykkvabæ, árið
1168. Má nærri geta, að hann hefur flutt heim með sér ýmsar nýjar hugmynd-
ir, enda verður Þykkvabæjarklaustur brátt svo frægt af lærdómi, að útlend-
ingar sóttu þangað til náms. Um önnur tengsl íslenzkra klaustra við Sankti
Viktor má minna á, að á 15. öld er Helgafellsklaustur af Ágústínusarreglu í
sambandi við móðurklaustrið í París, en við vitum ekki hvort svo hefur
verið frá stofnun klaustursins. Rit eftir guðfræðinga og heimspekinga, sem
störfuðu og kenndu í Sankti Viktor, bárust snemma til íslands. Eitt slíkra
80