Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 90
Hermann Pálsson Hamingja í íslenzkum fornsögum og siðfræði miðalda I íslenzkum fornsögum er það tekið fram um ýmsa einstaklinga að þeir hafi verið gæfumenn, en aðrir eru svo kallaðir ógæfumenn. Þótt lesendum sagn- anna sé yfirleitt ljóst hvað átt sé við með slíkum ummælum, þá eru fræði- menn ekki á einu máli um upptök þeirra hugmynda, sem fólgnar eru í orð- unum gæfa og ógæfa, hamingja og óhamingja. Orðin gæfa og hamingja eru að sjálfsögðu af fornum íslenzkum toga, en hitt engan veginn einsætt, að höfundar íslendingasagna hafi notað þau í sömu merkingu og í heiðni. í þessu erindi mun ég leitast við að skýra þessi hugtök af sjónarhóli evrópskra siðfræðinga á 12. öld, en áður en komið verður að meginefninu þykir mér rétt að gera nokkrar lauslegar athugasemdir í formála. Eins og alkunnugt er, þá tóku hugmyndir manna um siðfræði allmiklum hreytingum á 12. öld. Kenningar Agústínusar, sem áttu rætur sínar að rekja til grískrar og rómverskrar heimspeki, biblíunnar og elztu kirkjufeðra, réðu miklu um siðgæðishugmyndir um margar aldir, en undir lok 11. aldar fara svo að koma fram nýir skólar, sem ná fullum þroska á 12. öld. Margar nýj- ungar áttu upptök sín í klaustrum og öðrum menntastofnunum Ágústínusar- reglunnar, og einkum varð Sankti-Viktors skólinn í París til að örva menn að öðlast skilning á sjálfum sér og umhverfinu, bæði þjóðfélaginu og náttúr- unni, og einnig fortíðinni um leið. Þess skal getið hér lauslega, að við Sankti- Viktors skólann mun Þorlákur helgi hafa stundað nám, en eftir heimkomuna verður hann fyrsti forstöðumaður Ágústínusarklaustursins í Þykkvabæ, árið 1168. Má nærri geta, að hann hefur flutt heim með sér ýmsar nýjar hugmynd- ir, enda verður Þykkvabæjarklaustur brátt svo frægt af lærdómi, að útlend- ingar sóttu þangað til náms. Um önnur tengsl íslenzkra klaustra við Sankti Viktor má minna á, að á 15. öld er Helgafellsklaustur af Ágústínusarreglu í sambandi við móðurklaustrið í París, en við vitum ekki hvort svo hefur verið frá stofnun klaustursins. Rit eftir guðfræðinga og heimspekinga, sem störfuðu og kenndu í Sankti Viktor, bárust snemma til íslands. Eitt slíkra 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.