Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 95
Hamingja í íslenzkum fornsögum sem dæmi um hreinræktaða norræna sagnalist, þá ríkir í allri frásögninni sama trúin á manninn og glöggt má sjá í ritum evrópskra siðfræðinga á 12. öld. Náskyldur Auðunar þætti vestfirzka í anda og hugmyndum er Þorsteins þáttur Austfirðings, sem einnig er eins konar dæmisaga um íslending, sem fer til Danmerkur, þaðan til Rómar og síðan til Noregs. A suðurleið, í Dan- mörku, bjargar hann lífi manns, sem kallar sig Styrbjörn en reynist síðan vera Magnús konungur góði, sem launar honum lífgjöfina eftir að hann kem- ur til Noregs. Meðal annars býður konungur Þorsteini að staðfestast í Nor- egi, en Þorsteinn hafnar boðinu og heldur til íslands. Eins og Auðun verður Þorsteinn að þola spott hirðmanna, með þessum tveim sagnapersónum eru ýmsir aðrir hlutir sameiginlegir, og um báða segir, að þeir hafi orðið gæfu- menn. Eins og öllum hlýtur að vera ljóst þá er það mikilvægt atriði í sjálfskap- aðri gæfu þessara manna, að þeir hafna fögrum boðum um frama erlendis og kjósa sér heldur lága stöðu heima á íslandi. Víðar í fornum frásögnum er lýst gæfumönnum, sem bregðast við framaboðum á svipaða lund, en eitthvert þekktasta dæmi um slíkt er að finna í Laxdœlu, þegar írakonungur býður Olafi pá að taka við völdum eftir sinn dag. Hér skiptir það litlu máli, að í veruleikanum mun engum konungi íra hafa komið til hugar að sýna íslenzk- um bóndasyni slíka virðingu, en í Laxdælu er þetta mikilvægt atriði, því að Ölafur pá bregzt við boðinu eins og sönnum gæfumanni sæmir. Boðið um konungstign er freisting, sem hann verður að standast, enda farast honum orð á þá lund, að betra sé að fá skjóta sæmd en langa svívirðing, og auk þess kvað hann móður sína mundu hafa lítið yndi, ef hann kæmi eigi aftur. Eins og Auðun í þættinum, metur Ólafur sonarlegar skyldur við móður sína meira en veraldlegar virðingar fjarri fósturlandinu. Þegar höfundar Islendingasagna lýsa gæfuleysi manna, þá mun yfirleitt enginn vafi vera á því, að þeir leggja svipaðan skilning í hugtakið gæfa eða hamingja og tíðkaðist í ritum kristinna siðfræðinga. Sumir ógæfumenn fremja lúalega glæpi, eins og til að mynda Gísli Súrsson, sem myrðir mág sinn sofandi, og Njálssynir, sem láta glepjast til að drepa fóstbróður sinn saklausan. Eg minntist fyrr á sambandið milli gæfu og vizku, og hér má minna á Hrafnkels sögu er Sámi er brugðið um vizkuskort og gæfuleysi. Þetta er fólgið í því, að hann virðir ráð þeirra Þjóstarsona að vettugi, er þeir sögðu honum að hann skyldi láta taka Hrafnkel af lífi. íslendingasögur eru að ýmsu leyti einstæðar. Frásagnarlist þeirra á sér 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.