Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 113
Um heimspekÍTÍt Brynjólfs Bjarnasonar Hér er engin tilraun gerð til þess að gera lítið úr raönnum, ekki heldur mikið. Engin tilraun er gerð til þess að hrekja menn frá ljósi til myrkurs; engin tilraun í þá átt að vísa mönnum norður og niður. Hér birtist hógværð og háttvísi á háu stigi, og hjartans auðmýkt frammi fyrir sannleikanum. Engin tilraun er gerð til þess að skapa guði í einni eða annarri mynd. Engin tilraun til þess að lýsa því ólýsanlega né skýra það óskýranlega. Sannleikans einvörðungu leitað af mikilli alúð og nærfærni. Svör heimspekinga við ráðgátum hafa verið mörg og sundurleit. Höfund- ur grandskoðar þau frá öllum hliðum, og ræðst á garðinn þar sem hann er hæstur. Og í samræmi við það er rökferill hans skýr og máttugur. Það er þessi lifandi áhugi höfundar á sannleikanum og á heildarsamræmingu lífs- þáttanna, sem gerir bækur hans hugþekkar og verðmætar. En það þarf að lesa þær af mikilli alúð, þær krefjast þess í sjálfs sín veru. Höfundur gerir skarpa grein fyrir mörkum þess þekkjanlega og þess ó- þekkjanlega. Hann gerir sér svo raunhæfar og alhæfa grein fyrir mörkum hlut- veruleikans, að hann á auðvelt með að framlengja línur skilningsins inn á svið hinnar yfirskilvitlegu fegurðar, sem geymir annað og meira en alla þessa heims dýrð og bendir á blikandi lífsgildi handan mennskra vitsmuna, sem þekkingarfræðin hefur ekki enn náð tökum á. Þannig meðhöndlar hann fagn- aðarerindi mannlegs lífs. Höfundur leggur áherslu á að orð fá aldrei lýst dýpstu vitundarhorfum né tilfinningalegum áorkunum. Að hin fullkomna lifun einstaklingsins í ríki andans, ríki fegurðarinnar verður í framsögninni aðeins skuggi veruleikans. Því hin dýpsta sýn og liin sanna lifun eru að öllu leyti tilfinningaleg og per- sónuleg tilvist, ekki rökfræðileg þraut. Þættir sálarlífsins eru svo samtengdir, eins og að er vikið í upphafi þessa máls, að stefna lífsferlanna stjórnast fyrst og fremst af meira eða minna dulinni heild. Það leiðir oft á villigötur að að- greina þættina um of. Margvíslegar víxlverkanir ótal hreyfingarhátta ákvarða stefnumörk. Það leiðir því einnig af þessu, að öll sértekning er mikið vanda- verk. Öll meðferð sértakanna er að nokkru leyti listræn grip, samfara lifandi skilningi á samspili orða og altækustu hugtaka, vitundarhorfa og tilfinninga- legra viðbragða. Ljós sjálfsverunnar er fyrst og fremst falið í vitundarhorf- inu sjálfu, en síður í skýringartilraunum á hinu margvíslega samspili. Skilningur heimspekingsins á einingu sjálfsveru og alveru er tónlist hans, hans symfóníska bygging. Við getum kallað þetta guðspjall heiðingjans, en þó er það í eðli sínu miklu kristnara en margt af því, sem almennt er kallað kristið. 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.