Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 118
Tímarit Máls og menningar
Nú segir presturinn: „Alfaðir, Guð Himnanna, varpaði geislum sólar yfir
þennann fornhelga stað.“ - Og ég sem hélt sólin hefði gert þetta, raunar ekki
varpað þeim, því það gerir hún ekki, nei þeir koma að og það með einhverj-
um óskiljanlegum flýti, og ekki þarf að taka fram að enginn dynkur heyrist
þegar þeir detta, mild er þeirra aðkoma, svo jörðin veit varla af, nema hvað
hún hlýnar, og litlu blómin snúa höfðunum við til að horfa við sól sinni.
Fyrir utan lundinn, sem ekki er vinsæll sem hann á skilið að vera, er
þarna á Þingvöllum, eða í nándinni, réttara sagt, annað mjög prýðilegt, og
það svo að aldrei má þurrka það upp. Þelta er Vatnið. Hve himinblátt! Uppi
í Himalaya er líka vatn svo ginnheilagt að það finna allir sem að því koma
og vilja helst aldrei fara burt. Ég efast um að Manasarovar sé hóti heilagra
en Þingvallavatn, né laði til sín nokkurn hlut betri sálir.
Þarna, úti við Vatnið, hefur Elínborg Lárusdóttir setið á síðkvöldum
íhugandi sitt stóra hlutverk í mannheimi, meðan dögg féll á jörð og fuglar
þögnuðu, þar sat Jónas og vildi engin ber tína, því honum þótti ekki hæfa að
gera sig jafnan hrafni. Nú komu þangað í þennan heilaga stað, Þingvelli,
pótintátarnir og voru allir í jökkum, en blóðónýtir að yrkja, nema líklegast
einn. Ég var þarna líka og ekki líkaði öllum mín upphafna indverska dýrð-
arskrúð.
Er nú upptalið það sem staður þessi hefur gott að geyma, nema ef telja
skyldi það að piltur renni auga til stúlku og gagnkvæmt, en að þessu er
ekkert gaman því að það er svo hversdagslegt. Samt er sagt að mannfjöld-
inn, svo ósmár sem hann var, eigi slíkum augnagotum líf sitt að þakka, þær
hafi verið upphafið.
Er annars nokkuö gaman að ástasögum nema þær séu ógnarlega rauna-
legar? Sunnudagaskólalegar ástasögur með sætleik held ég enginn nenni að
leggja á minnið, sorglegar ástasögur með óbærilegum ólögum sínum og
álögum, anakne, inexorabilia, þær munast og um þær eru ortir langir bálk-
ar. Stundum stuttir. Stundum átakanlegir svo úr verður táraflóð, stundum
ámátlegir svo maður ætlar að kafna.
Eitt var það sem okkar frægu forfeðrum frjálsræðishetjunum góðu, þótti
mest gaman; að gefa úlfi og hrafni heitt mannsblóö að drekka, og helst svo
að blóÖvogurinn gnýði þeim um höfuð eins og brim gnýr við strönd, eftir
að búið var að bora vondum grélum í kroppana hér og þar svo þeir dóu af
því, og var ekki spurt hvort mennirnir vildu deyja, né hvort þeim líkaði að
108