Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 120
Tímarit Máls og menningar
féll af himni á fjórtándu öld, að mig minnir, og upphaflega var merki
himneskra hersveita, var týndur þegar til átti að taka, og fannst ekki fyrr
en eftir langa leit.
Og enn ber það við núna, 44 árum síðar, að skakkt var farið að við upp-
drátt þjóðfána á stöng, í staðinn fyrir rauðan fána með fimm stjörnum,
fána stórþjóðar, var dreginn upp öðruvísi fáni og vel þekkjanlegur frá
hinum. Þetta hefði nú e. t. v. ekki gert mikið til ef svo hefði ekki verið að sá
sem upp var dreginn var einmitt fáni einnar skelfing lítillar eyju sem liggur
fyrir landi þess heimsveldis sem flest á sér fólk að státa af, og það ekkert
lirassisfólk, heldur undur fljótt að vinna með höndum sínum og eftir því
lipurt, svo álitið er að það eigi fáa sína líka í þessum íþróttum, en auk þess
hefur eyland þetta, ef land skyldi kalla, svarið það fyrir munn síns gamla
forustumanns, að það sé sjálft heimsveldið, ætli í stríð við meginlandið, og
muni sigra það. Forustumaðurinn ætlar sér að gera þetta áður en hann
verður tíræður, eða heita svikari ella, og deyja þá úr elli, en ekki er ráð
nema í tíma sé tekið, hersveitin er sögð gömul líka og búin að fá riðu, söngl-
ar hún í elli sinni þessa gömlu vísu: „Vals hef eg váfur helsis .. .“ (óþarfi
að tilfæra meira, þetta kunna allir Islendingar).
Síðan var vitlausi fáninn dreginn niður, en sá rétti var enginn til. Ó, ó,
svona fátæk lönd eru Bandaríkin og ísland (flöggin voru öll ofin vestra),
væri ekki gustuk að gefa þeim flagg?
29. júlí 1974.
Málfríður Einarsdóttir.
■ 110