Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 123
reglubundna hrynjandi og rím hefur neytt Hannes til að draga úr nákvæmni í þýð- ingu og nákvæmni í tjáningu, en því verða víst ailir þýðendur að lúta og er ekki á- stæða til að elta ólar við þess háttar, enda miklu fleira aðdáunar vert. Mætti td. neína ljóð eftir svíann Bo Setterlind þar sem Hannes fer á kostum í ferskeytluformi og virðist jafnvel á einum stað hafa hlið- sjón af vikivakakveðandi, en er þó furðu- nákvæmur (ef undan eru skildir englar þeir sem stigið hafa af himnum ofan nið- ur í kvæðið Varðsveitin). Kvæðið þar sem mér finnst ég heyra hljóm af vikivaka er svona: SÓLIN í SORRENTO Glóhvít sólin siglir hafið. Svalur þeyr með ströndum flýgur. Himinfjallið geislum grafið. Gegnum vatnið birtan smýgur. Allar, bróðir, opnast leiðir. Okkur fjarlœg hilling seiðir. Hefurðu séð er sólin vendir? Sjórinn eins og spegill gljár. Milli húsa sólin svífur. Sveipast jörðin gullnum hjúpi. Sindurflug úr sœvardjúpi. Seytlar um hjartað straumur blár. Ó, mín sál og sæla. Sigurbraut í muna. Þig skal mig gruna. Þanvíða hvel. Þetta kvæði sýnir hvað Hannesi lætur vel að íslenska skrúðmiklar náttúrulýs- ingar, enda er þar að vísu vel plægður akur í íslensku ljóðmáli. Þótt þýðingar Hannesar í hefðbundnum stíl séu margar með ágætum skipta þær auðvitað engum sköpum um mikilvægi bókarinnar. Miklu meira varðar hvernig honum tekst að koma Ijóðum hinna eigin- legu módernista til skila. Til þess að þýða XJmsagnir um bœkur þau er hann sem kjörinn, þar sem liann er sjálfur einn hinn fremsti íslenskra módernista. Við fyrsta álit kann mönnum að virðast létt verk og löðurmannlegt að þýða kvæði þegar hvorki þarf að hugsa um rím né stuðla, en í rauninni eru tján- ingaraðferðir módernistanna þannig að oft er mun erfiðara að þýða kvæði þeirra en hin hefðbundnu, vegna þess að þeir reyna yfirleitt að notfæra sér út í æsar marg- ræðni orða og orðasambanda og þann blæ sem fylgir þeim vegna hefðbundinnar notkunar. Helstu stíleinkenni Hannesar Sigfússon- ar sem skálds hafa löngum verið mikil myndauðgi og orðkynngi; hann hefur dá- læti á „skáldlegum" orðum. Meginstyrkur hans er fólginn í því að tjá - og vekja - sterkar tilfinningar með hlutkenndri mál- notkun og myndum. (Segja má að hann fylgi fast reglunni um að finna hlutlæga samsvörun (objektívt korrelatív) tilfinn- inganna, þá sem Eliot orðaði forðum). Ótal dæmi mætti finna í Norrænum ljóð- um sem sýna hve vel honum lætur að þýða ljóð þeirra skálda sem eru honum skyld að þessu leyti. Gott dæmi um ljóðlínur þar sem skáldið vekur upp skynjanir sjón- ar, heyrnar og tilfinningar fyrir snertingu og hreyfingu eru í kvæðinu Hún sem slœg- ir fiskinn eftir finnsku skáldkonuna Sol- veig von Schoultz: Löngum, brúnum armi slöngva ég innyjlunum í sjóinn hreistur og sœdrif slást um háls minn slý vejst um tœr líkin geispa - þarna! mitt titrandi hjarta með hvítan fituklepp jlaug í sjóinn, juglsgarg Annað dæmi eftir yngra skáld þar sem myndirnar eru í senn lifandi og óvæntar er Carpe diem (Á Suðurlandi) eftir norð- manninn Stein Mehren: 8 TMM 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.