Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 135
Frá aðalfundi félagsráðs Máls og menningar
Breytingar á samþykktum félagsins. Á aðalfundi félagsráðs Máls og menningar 5. sept-
ember s.l. var lagt fram frumvarp til breytinga á samþykktum fyrir BókmenntafélagiS
Mál og menningu. Var þetta frumvarp samið af nefnd, sem kosin var á aðalfundi 1973.
Nefndina skipuðu þáverandi formaður Máls og menningar, Sigfús Daðason, og var hann
formaður nefndarinnar, Jakob Benediktsson, varaformaður Máls og menningar, og Jón
Hannesson. Nefndin naut góðrar aðstoðar Ragnars Olafssonar hæstaréttarlögmanns, sem
hér með er þökkuð. Breytingatillögurnar voru ræddar á fundinum og samþykktar nær
óbreyttar á framhaldsaðalfundi 11. október. Hér fyrir aftan eru prentaðar bæði hinar
upphaflegu samþykktir frá 1940 og breytingarnar sem samþykktar voru á síðasta aðal-
fundi, og geta félagsmenn þá áttað sig á í hverju þær eru fólgnar. Mikilsverðasta breyt-
ingin er án efa sú að nú er kveðið skýrt á um það að Mál og menning sé sjálfseignar-
stofnun, og jafnframt sett ákvæði um félagsslit, en slík ákvæði voru ekki í görnlu sam-
þykktunum.
Kosningar í félagsráð og stjórn. I stjórn voru kosnir: formaður Þorleifur Einarsson,
varaformaður Jakob Benediktsson, meðstjórnendur Halldór Laxness, Anna Einarsdóttir,
Sigfús Daðason. I varastjórn voru kosnir: Vésteinn Lúðvíksson, Magnús Kjartansson,
Loftur Guttormsson, Svava Jakobsdóttir, Árni Bergmann. Endurskoðendur voru kosnir
Haukur Þorleifsson, Sverrir Thoroddsen.
Nýir menn í félagsráð voru kjörnir: Helgi Hálfdanarson, Vésteinn Lúðvíksson, Loftur
Guttormsson, Svava Jakobsdóttir, Árni Bergmann. - Hjalti Kiistgeirsson baðst undan
endurkjöri. Félagsráð er nú þannig skipað:
Ólafur Jóhann Sigurðsson
Ragnar Ólafsson
Sigfús Daðason
Sigurður Ragnarsson
Snorri Hjartarson
Svava Jakobsdóttir
Sveinn Aðalsteinsson
Sverrir Kristjánsson
Þorleifur Einarsson
Þröstur Ólafsson
Vésteinn Lúðvíksson
Anna Einarsdóttir
Árni Bergmann
Árni Böðvarsson
Björn Sigfússon
Björn Svanbergsson
Björn Þorsteinsson
Einar Andrésson
Gi'sli Ásmundsson
Guðsteinn Þengilsson
Halldór Laxness
Halldór Stefánsson
Hannes Sigfússon
Haukur Þorleifsson
Helgi Hálfdanarson
Hermann Pálsson
Jakob Benediktsson
Jón Guðnason
Jón Hannesson
Jón Helgason
Jónsteinn Haraldsson
Lárus H. Blöndal
Loftur Guttormsson
Magnús Kjartansson
Margrét Guðnadóttir
125