Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 136
Samþykktir fyrir bókmenntafélagið Mál og menning (Samþykktar aj félagsráSi 12. okt. 1940). 1. gr. Félagið heitir Mál og menning. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur félagsins er að efla frjálsa þjóðmenningu með bókaútgáfu og annarri upplýsingarstarfsemi. 3. gr. Félagi er hver sá, sem greiðir árgjald til félagsins. 4. gr. Félagar fá venjulegar útgáfubækur félagsins fyrir árgjald sitt. 5. gr. Félagar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins umfram árgjald sitt. 6. gr. Félagsráð skipa 25 menn fæst og 36 menn flest. Þeir eru kosnir á aðalfundi til 5 ára í senn, og má endurkjósa þá. 7. gr. Fulltrúar í félagsráð eru upphaflega tilnefndir af stofnendum félagsins, en síðan kjörnir af félagsráði sjálfu, þangað til öðru vísi verður ákveðið. Kosning fer fram skrif- lega og að fram komnum uppástungum, og er sá fulltrúi löglega kosinn, sem fær atkvæði meiri hluta alls félagsráðs. Víkja má fulltrúa úr félagsráði, áður en kjörtímabil hans er út runnið, og þarf til þess atkvæði % allra fulltrúa. 8. gr. Félagsráð hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Hlutverk félagsráðs er: að setja félaginu samþykktir, að kjósa félaginu stjórn, að ákveða árgjald félagsmanna, að ákveða útgáfustarfsemi félagsins, svo og aðra menningarstarfsemi, sem rekin kann að verða. 9. gr. Félagsráð skal halda tvo fundi árlega, - að vori, og er sá fundur aðalfundur, og að hausti til undirbúnings útgáfustarfsemi næsta árs. Ennfremur er stjóminni heimilt að kveðja félagsráð til fundar, ef henni þykir við þurfa og skylt ef 5 fulltrúar, hið fæsta, krefjast þess og taka til fundarefni. Hafi stjórnin ekki kvatt til fundar innan 10 daga, geta fulltrúar sjálfir kallað saman fund. 10. gr. Félagsráð skal kvatt saman til funda með minnst 5 daga fyrirvara. Stjórn fé- lagsins skal boða fulltrúa til fundar með þeim hætti, að sannanlegt sé. í fundarboði skal getið dagskrár. 11. gr. Fundur í félagsráði er lögmætur, ef helmingur fulltrúa mætir. Afl atkvæða ræður úrslitum, nema öðruvísi sé ákveðið í samþykktum þessum. 12. gr. Fundum félagsráðs stjórnar kjörinn fundarstjóri og kveður hann til fundarrit- ara. Umræður og atkvæðagreiðslur fara fram eftir því sem fundarstjóri ákveður. Atkvæðagreiðsla skal þó jafnan fara fram skriflega, ef einhver fundarmaður krefst þess. 13. gr. Á aðalfundi félagsráðs skal árlega kjósa 5 menn í stjórn félagsins. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega. I varastjórn skulu kosnir tveir menn. Enn fremur skal kjósa tvo endurskoðendur og einn til vara. Kosning fer fram skriflega að framkomnum uppástungum. 126
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.