Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 136
Samþykktir fyrir bókmenntafélagið Mál og menning
(Samþykktar aj félagsráSi 12. okt. 1940).
1. gr. Félagið heitir Mál og menning. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr. Tilgangur félagsins er að efla frjálsa þjóðmenningu með bókaútgáfu og annarri
upplýsingarstarfsemi.
3. gr. Félagi er hver sá, sem greiðir árgjald til félagsins.
4. gr. Félagar fá venjulegar útgáfubækur félagsins fyrir árgjald sitt.
5. gr. Félagar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins umfram árgjald sitt.
6. gr. Félagsráð skipa 25 menn fæst og 36 menn flest. Þeir eru kosnir á aðalfundi til
5 ára í senn, og má endurkjósa þá.
7. gr. Fulltrúar í félagsráð eru upphaflega tilnefndir af stofnendum félagsins, en síðan
kjörnir af félagsráði sjálfu, þangað til öðru vísi verður ákveðið. Kosning fer fram skrif-
lega og að fram komnum uppástungum, og er sá fulltrúi löglega kosinn, sem fær atkvæði
meiri hluta alls félagsráðs.
Víkja má fulltrúa úr félagsráði, áður en kjörtímabil hans er út runnið, og þarf til þess
atkvæði % allra fulltrúa.
8. gr. Félagsráð hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Hlutverk félagsráðs er:
að setja félaginu samþykktir,
að kjósa félaginu stjórn,
að ákveða árgjald félagsmanna,
að ákveða útgáfustarfsemi félagsins, svo og aðra menningarstarfsemi, sem rekin kann
að verða.
9. gr. Félagsráð skal halda tvo fundi árlega, - að vori, og er sá fundur aðalfundur, og
að hausti til undirbúnings útgáfustarfsemi næsta árs.
Ennfremur er stjóminni heimilt að kveðja félagsráð til fundar, ef henni þykir við þurfa
og skylt ef 5 fulltrúar, hið fæsta, krefjast þess og taka til fundarefni.
Hafi stjórnin ekki kvatt til fundar innan 10 daga, geta fulltrúar sjálfir kallað saman
fund.
10. gr. Félagsráð skal kvatt saman til funda með minnst 5 daga fyrirvara. Stjórn fé-
lagsins skal boða fulltrúa til fundar með þeim hætti, að sannanlegt sé. í fundarboði skal
getið dagskrár.
11. gr. Fundur í félagsráði er lögmætur, ef helmingur fulltrúa mætir.
Afl atkvæða ræður úrslitum, nema öðruvísi sé ákveðið í samþykktum þessum.
12. gr. Fundum félagsráðs stjórnar kjörinn fundarstjóri og kveður hann til fundarrit-
ara.
Umræður og atkvæðagreiðslur fara fram eftir því sem fundarstjóri ákveður.
Atkvæðagreiðsla skal þó jafnan fara fram skriflega, ef einhver fundarmaður krefst
þess.
13. gr. Á aðalfundi félagsráðs skal árlega kjósa 5 menn í stjórn félagsins. Formaður
og varaformaður skulu kosnir sérstaklega. I varastjórn skulu kosnir tveir menn.
Enn fremur skal kjósa tvo endurskoðendur og einn til vara. Kosning fer fram skriflega
að framkomnum uppástungum.
126