Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 137
Samþykktir
14. gr. Stjórnin skiptir með sér verkum. Varamenn taka sæti í stjórn í forföllum aðai-
manna og skulu kvaddir til starfa í þeirri röð, sem þeir voru kosnir í.
15. gr. Stjórn félagsins hefur á hendi daglegar framkvæmdir félagsins, með aðstoð
ráðinna starfsmanna.
Stjórn félagsins skuldbindur það út á við og er undirskrift 3 stjórnarmanna skuld-
hindandi fyrir félagið.
Stjórnin hefur heimild til að taka lán fyrir félagið og veðsetja eignir þess. Hún skal
og ráða félaginu starfsmenn.
16. gr. Stjórnin skal leggja fyrir aðalfund til úrskurðar endurskoðaða reikninga fé-
lagsins.
Reikningarnir ásamt athugasemdum endurskoðenda skulu hafa legið framrni viku fyrir
aðalfund.
17. gr. Endurskoðendur skulu yfirfara bækur félagsins og gjöra athugasemdir við allt,
sem þeir finna athugavert. Þeir skulu jafnan eiga, hvort heldur er báðir eða hvor í sínu
lagi, óhindraðan aðgang að bókurn félagsins og fylgiskjölum og geta krafið stjórn fé-
lagsins um allar upplýsingar, er snerta félagið og rekstur fyrirtækja þess.
18. gr. Ákvarðanir félagsráðs og stjórnarfunda skal rita í sérstaka gerðabók.
Fundargerðir félagsráðsfunda skulu undirritaðar af fundarstjóra og ritara. Undir
fundargerðir stjórnar rita allir viðstaddir stjórnarmenn.
19. gr. Samþykktum þessum má breyta á fundum félagsráðs, enda hafi þess verið getið
í fundarboði og breytingin nái samþykki % allra fulltrúa.
Akvœði til bráðabirgða.
Af hinum 25 mönnum, sem félagsráð skipa í upphafi, skulu 5 víkja árlega.
Á íyrsta fundi félagsráðs, sem lialdinn er eftir að lög þessi eru samþykkt, skal fara
íram hlutkesti um það, hvenær hver fulltrúi skuli ganga úr ráðinu.
Samþykktir fyrir bókmenntafélagið Mál og menning
Breytingar samþykktar á aðaljundi félagsráðs í okt. 1974.
1. gr. Félagið heitir Mál og menning. Það er sjálfseignarstofnun. Heimili þess og
varnarþing er í Reykjavík.
2. gr. Tilgangur félagsins er a) að efla frjálsa þjóðmenningu með bókaútgáfu og ann-
arri upplýsingarstarfsemi, og b) að reka bóka- og ritfangaverzlun. Ágóða af slíkum
rekstri skal varið í þágu þeirrar starfsemi, sem getur í lið a.1
3. gr. Félagi er hver sá sem greiðir lágmarksárgjald til félagsins.
4. gr. Félagar fá Tímarit Máls og menningar fyrir lágmarksárgjald sitt, en aðrar út-
gáfubækur félagsins á hverju ári fyrir aukaárgjald eða með sérstökum kjörum samkvæmt
ákvörðun stjórnar félagsins. Ennfremur getur stjórn tekið ákvörðun um önnur hlunnindi
til handa félagsmönnum, þegar ástæða þykir til.
1 Liður b) var samþykktur á félagsráðsfundi 18. febrúar 1942.
127