Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 10
Þröstur Ólafsson Tímaskekkja? U Þant fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði eitt sinn að þjóðir fengju þá stjórnendur sem þær ættu skilið. Þó ég fallist ekki allskostar á þessa skoðun neita ég því ekki að hún hefur við nokkur rök að styðjast við vissar aðstæður. Saga þjóðanna er undarleg. Sumar þeirra komast til pólitísks og menningar- legs þroska án innri stórátaka og sundrungar. Þær þróast i gegnum hagkerfi og breytileg söguskeið með reisn og myndugleik. Það er samfella í sögu þeirra eins og náttúrunni. Aðrar þjóðir eru sífelldir strandaglópar, horfa á umskiftin líða hjá og ná ekki að átta sig fyrr en um seinan. Þeirra örlög eru, að daga uppi, dragast afturúr og verða sífellt of seinar. Stífla stöðnunarinnar rofnar ekki fyrr en seinkunin er orðin að alvarlegri tímaskekkju. Með borgarastyrjöldum og byltingum reyna þær að verða samstíga tímanum á nýjan leik. Stundum heppnast það vel en oftar skilur hin skyndilega breyting eftir sig tóm í þjóðarsálinni. Við íslendingar erum í hópi hinna síðar nefndu. Innbyrðis sundrung og flokkadrættir gerðu okkur að auðveldri bráð erlendum gúvenör og stöðvuðu tímann á Islandi í hartnær sex hundruð ár. Þegar við loksins áttuðum okkur urðu umskiftin engu minni heldur en ef um „pólitíska" byldngu hefði verið að ræða. I kjölfar nýrra þjóðfélagshátta fylgdu hatrammari stéttarátök en hér höfðu þekkst. Enn hófust átök þegar erlendur her settist hér að til frambúðar með samþykki meirihluta Alþingis. Vegna þessarar djúpstæðu sundrungar hefur þjóðin ekki borið gæfu til að leysa mörg helstu vandamál sín. I vopnagný átakanna hafa hagsmunir þjóðarinnar orðið að vikja fyrir hagsmunum stríðsaðila. í tveimur mikilvægum málaflokkum hefur okkur þó tekist að ná umtalsverðum árangri, þ.e. í landhelgismálinu og í atvinnuuppbyggingu. Getuleysi þjóð- arinnar við að stjórna sjálfri sér að öðru leyti hefur dregið hana niður í einhvern óskapnað og skapað hjá henni viðlíka vanmáttarkennd og grípur mann sem annaðhvort hefur fallið á prófi eða vanrækt það sem honum er kært. Sú taumlausa framkvæmdahyggja og sá geldi asi sem einkenna athafnir okkar eru dulargerfi þrúgaðs tómleika og sektartilfinningar. Það var nýsköpunarstjórnin sem lagði grundvöllinn að atvinnubyltingu landsmanna í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þá stóðu íslendingar á vega- 384
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.