Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 13
Agnes Smedley
Silkiverkafólk
Agnes Smedley (1894—1950) var bandarísk blaðakona og meðal helstu brautryöjenda í
réttindabaráttu kvenna. Þekktasta verk hennar er skáldsagan Daughter of Earth, sem er
sjálfsævisöguleg að meginþræði. Hún ferðaðist til Kína fyrst 1928 sem fréttaritari og
fylgdist þegar á leið náið með byltingarhreyfingunni og Rauða hernum þar til sigur var
unninn.
Daginn sem ég kom til Kanton á heitu sumri 1930 var enn einn
hershöfðingi myrtur af eigin lífverði vegna fimmtíu kínverskra dala sem
annar hershöfðingi hafði lagt til höfuðs honum. Slíkir atburðir voru
orðnir kaldhæðnislegir í mínum augum. Héraðsstjórnin í Kwangtung
var sjálfstæð að nafninu til, en i raun var^ hún verkfæri í höndum
hershöfðingja sem tóku með valdi það sem þeim þótti sér bera af ráns-
fengnum úr suðurhéruðunum. Þeir þeyttust um borgina í brynvörðum
bílum og vopnaðir lífverðir stóðu á stigbrettunum. Þannig var andinn
meðal hershöfðingjanna og þeirra embættismanna sem þeir hófu með sér
til valda.
Eg átti tal við þá alla og lagði engan trúnað á það sem þeir sögðu. Þeir
tóku mjög rausnarlega á móti mér, því erlendir blaðamenn sáust nánast
aldrei þar syðra heitustu sumarmánuðina. Stjórnin útvegaði mér því bát
og leiðsögumann sem sýndi mér verksmiðjur, steinlagða vegi, nýjar
vatnsveitur og minningarhöll Sun Yat-sen. Sannra frétta leitaði ég meðal
kínverskra háskólakennara, stöku fréttamanna eða ritstjóra, kennara og
rithöfunda, hjá þýska ræðismanninum í Kanton og af eigin sjón og raun.
Raunveruleg ástæða þess að ég ferðaðist þangað suður á heitasta
tíma ársins var sú að ég vildi kynna mér hlutskipti milljóna verkafólks í
silkiiðnaðinum sem var sífellt að tapa amerískum mörkuðum sínum í
hendur japanskra auðjöfra. Hins vegar vildi ég ekki ferðast um silkihér-
uðin í boði hinnar öflugu Silkisamsteypu Kantonborgar því sú samsteypa
var eins og risavaxinn, hlæjandi Búddha, nakinn að beltisstað með feitan
magann lafandi yfir buxnastrenginn. Loksins rakst ég á hóp af prófessor-
387