Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 13
Agnes Smedley Silkiverkafólk Agnes Smedley (1894—1950) var bandarísk blaðakona og meðal helstu brautryöjenda í réttindabaráttu kvenna. Þekktasta verk hennar er skáldsagan Daughter of Earth, sem er sjálfsævisöguleg að meginþræði. Hún ferðaðist til Kína fyrst 1928 sem fréttaritari og fylgdist þegar á leið náið með byltingarhreyfingunni og Rauða hernum þar til sigur var unninn. Daginn sem ég kom til Kanton á heitu sumri 1930 var enn einn hershöfðingi myrtur af eigin lífverði vegna fimmtíu kínverskra dala sem annar hershöfðingi hafði lagt til höfuðs honum. Slíkir atburðir voru orðnir kaldhæðnislegir í mínum augum. Héraðsstjórnin í Kwangtung var sjálfstæð að nafninu til, en i raun var^ hún verkfæri í höndum hershöfðingja sem tóku með valdi það sem þeim þótti sér bera af ráns- fengnum úr suðurhéruðunum. Þeir þeyttust um borgina í brynvörðum bílum og vopnaðir lífverðir stóðu á stigbrettunum. Þannig var andinn meðal hershöfðingjanna og þeirra embættismanna sem þeir hófu með sér til valda. Eg átti tal við þá alla og lagði engan trúnað á það sem þeir sögðu. Þeir tóku mjög rausnarlega á móti mér, því erlendir blaðamenn sáust nánast aldrei þar syðra heitustu sumarmánuðina. Stjórnin útvegaði mér því bát og leiðsögumann sem sýndi mér verksmiðjur, steinlagða vegi, nýjar vatnsveitur og minningarhöll Sun Yat-sen. Sannra frétta leitaði ég meðal kínverskra háskólakennara, stöku fréttamanna eða ritstjóra, kennara og rithöfunda, hjá þýska ræðismanninum í Kanton og af eigin sjón og raun. Raunveruleg ástæða þess að ég ferðaðist þangað suður á heitasta tíma ársins var sú að ég vildi kynna mér hlutskipti milljóna verkafólks í silkiiðnaðinum sem var sífellt að tapa amerískum mörkuðum sínum í hendur japanskra auðjöfra. Hins vegar vildi ég ekki ferðast um silkihér- uðin í boði hinnar öflugu Silkisamsteypu Kantonborgar því sú samsteypa var eins og risavaxinn, hlæjandi Búddha, nakinn að beltisstað með feitan magann lafandi yfir buxnastrenginn. Loksins rakst ég á hóp af prófessor- 387
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.