Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 24
Tímarit Máls og menningar
þess vegna vísindalegar“! („Um heildarácetlun að starfi flokksins og ríkisins“,
skýrsla samin undir yfirumsjón Teng Hsiao-ping).
„Stjómmálin skulu pjóna efnahagnum“. (Radio Peking, 27. nóvember 1977).
Þetta er eitt af hinum nýju slagorðum í Kína i dag, og skýrist betur af grein úr
blaðinu Hung Chi, nr. 8,1977: „Því meiri hagnaði sem sósíalískt fyrirtæki skilar
á þennan hátt (þ.e. með framleiðsluaukningu, sparnaði og auknum afköstum
verkafólks), þeim mun meiri auðæfi skapar það fyrir sósíalismann.“ Það er ekki
tekið fram að afkastaaukningin og sparnaðurinn kunni að hafa áunnist á
kostnað forystu verkafólksins, en verði svo missir setningin merkingu sína og
verður endurómun af sömu tuggunni og sovésku endurskoðunarsinnarnir hafa
endurtekið árum saman. Um leið og öll áhersla er nú lögð á hagnaðinn á
kostnað stjórnmálanna — þ.e. lýðræðislegra framleiðsluhátta — þá er jafnframt
stefnt að nýrri skipan iðnvæðingarinnar með aukinni verkaskiptingu og mið-
stýringu eins og getið verður um síðar.
Barist gegn jafnlaunastefnu. í nóvember 1977 birtist grein í Guan-m 'tn Jih-pao,
sem bar fyrirsögnina ,Jafnlaunastefnan er ennþá stærsta vandamálið i Kina“.
Grein þessi er í fullri andstöðu við það sem Mao Tse-tung sagði í febrúar 1975:
„Fyrir byltinguna höfðum við eins konar kapítalisma. Jafnvel núna búum við
við átta þrepa launaskala, þar sem hverjum og einum er greitt í samræmi við
afköst og greiðsla fer fram í peningum. Það er í rauninni ekki mikill munur á
þessu og gamla kerfmu.“ I menningarbyltingunni var i stórum dráttum horfið
frá akkorðsvinnu og tekið upp tímakaup í staðinn. Nú er hið gamla kerfi tekið
upp á ný í Kína, og megináhersla lögð á efnislega hvata til þess að auka
framleiðsluna. Ein grein eftir Chao Lu-kuan er áhugaverð i þessu sambandi
(NCNA, 22. nóv. 1977). Höf. gengur þar út frá reglunni um að hverjum og
einum beri laun eftir vinnuframlagi sínu og reynir með mikilli varfærni að nota
hana til þess að rökstyðja nauðsyn akkorðsvinnunnar, þar sem greitt er eftir
stykkjatali. (Hann nefnir auðvitað ekki þá aths. Marx, að laun eftir stykkjatali
hæfi best kapítalískum framleiðsluháttum. Sjá Capital, vol. I, Penguin Books,
bls. 697—8). Grein þessi, og margar aðrar sem birst hafa síðar leggja áherslu á
einkahagsmunina sem hvatann að aukinni framleiðslu. Þessir einkahagsmunir
eru nú komnir í stað vitundarinnar um að vinnan fullnægi þörfum heildarinnar
og sé í þágu sósíalískrar uppbyggingar.
Umskipti eins og þessi eru í samræmi við hagsmuni borgarastéttarinnar
398