Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 26
Tímarit Má/s og menningar
hefur þessari þróun verið snúið við, og Radio Peking ræddi hinn 20. des. 1976
um nauðsyn þess að takmarka vissar „aukaframleiðslugreinar, sem reknar væru á
félagslegum grundvelli". Þetca er gert undir því yfirskini, að leysa eigi „vinnu-
aflsskortinn", en í raun er hér um að ræða þá ósk ráðamanna að koma öllum
iðnaði undir miðstýrt eftirlit. Þetta sést jafnframt á því, að samhliða þessu hefur
sveitafólk verið hvatt til að auka heimaræktun (til þess að skapa sér aukatekjur),
og hinn opni og frjálsi sveitamarkaður hefur verið hafinn til vegs á ný.
Það sem mestu máli skipti eru þó þær valdboðslegu reglur sem teknar hafa
verið upp við að leysa „vinnuaflsskortinn“ undir slagorðinu „skynsamleg nýt-
ing vinnuaflsins til sveitanna“. Þannig ræddi Radio Haikow (Hainan) um
nauðsyn þess „að skipuleggja vinnuaflið" og taldi að nauðsynlegt væri að
vinnuflokkarnir væru „undir sameinaðri stjórn brígöðunnar og kommúnunn-
ar“. Þá var talað um nauðsyn þess að vinnuflokkarnir yrðu sendir þangað sem
mest framleiðsluaukning væri möguleg. Hin efnahagslegu markmið þessara
ráðstafana eru efalaust góðra gjalda verð, en ég dreg í efa að þær aðferðir, sem
beita á til að ná markinu, séu sósíalískar eða árangursrikar. Markmiðið er að gera
bændafólkið að vinnuafli sem lúti stjórn er geti sent það hvert sem er, þar sem
hún telur þess þörf. Þetta er kapítalísk en ekki sósíalísk aðferð við skipulagningu
vinnunnar, og bændafólkið hlýtur að rísa gegn henni.
Frekari dæmi um þessa nýju starfshætti komu m.a. frá Radio Lanchow í júní
1977 þar sem Hoshui-hérað í Kansu var tekið sem dæmi, en það hafði tekið upp
„gott kerfi til þess að fylgjast með vinnuástundun“ og var að koma upp
vinnureglum í tengslum við sérstakt eftirlitskerfi. Þetta eru algjör umskipti frá
dögum menningarbyltingarinnar, þar sem tekið var upp sjálfsmat einstakling-
anna í alþýðukommúnunum.
Samhliða þessari breytingu hefur átt sér stað hreinsun í helstu skipulags-
einingum bændaalþýðunnar undir kjörorðinu „að fullgera byltinguna í yfir-
byggingunni“. Þannig skilgreinir Wang Chien þetta í Hung Chi (nr. 6, 1977)
sem nauðsyn þess að tryggja það að forystan sé í höndum „marxista“, og að það
þurfi að „mennta bændafólkið í marxisma-lenínisma og hugsun Mao Tse-tung“.
Þetta þýðir í stuttu máli að hreinsa þurfi burt þá sem ekki vilja fallast á hinar
nýju starfsaðferðir úr forystu bændasamtakanna og að nú þurfi að „kenna
bændafólkinu“ þessi nýju viðhorf, en hins vegar sé þess ekki lengur þörf að lœra
af bcendaalþýðunni.
Samband iðnaðar og landbúnaðar, pungaiðnaðar og le'tts iðnaðar. Opinberlega
játast Kommúnistaflokkurinn enn undir þá stefnu Maos að forgangsröð at-
400