Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 27
Stðra stökkið afturábak
vinnuveganna skuli vera landbúnaður, léttaiðnaður og þungaiðnaður. Hins
vegar hefur að undanförnu (Radio Shanghai, febrúar 1977) borið á nýjum
boðskap, þar sem rætt er um „hlutlæg efnahagslögmál varðandi forgangsvöxt
framleiðslutækjanna“ (sem er í raun hið kapítalíska lögmál), og þá er um leið
fyrst og fremst litið á landbúnaðinn út frá því sjónarmiði hvernig hann gæti sem
best myndað auðmagn fyrir iðnvæðinguna. Þannig hefur þungaiðnaðurinn i
raun hlotið forgangssætið, og ekki er lengur tekið tillit til jafnvægis í skiptum á
landbúnaðarafurðum og iðnvarningi. Með þessu móti er gripið aftur til þeirrar
stefnu er ríkti í Kína fyrir 1956.
Hröðun efnahagsuppbyggingarinnar. Þetta afturhvarf til stefnunnar frá 1956
helst í hendur við eflingu á valda- og forréttindaaðstöðu menntamanna,
flokkskjarnans og sérfræðinganna, — þeas. ríkisborgarastéttarinnar — og hún
helst einnig í hendur við þá miklu áherslu, sem lögð hefur verið á „hröðun
efnahagsuppbyggingarinnar“. I nýársboðskap stjórnvalda 1978 kvað við nýjan
tón, sem ekki hafði heyrst á dögum menningarbyltingarinnar: „Hraði
uppbyggingarinnar er ekki eingöngu efnahagslegt vandamál, hér er um alvar-
legt pólitískt vandamál að ræða. Hvers vegna segjum við að sósíalískt kerfi hafi
yfirburði? Endanlega er það vegna þess að það er þess megnugt að skapa meiri
framleiðni vinnuaflsins og byggja þjóðarhaginn upp af meiri hraða en kapítal-
isminn getur... Vandi okkar í dag er að við verðum að halda áfram með auknum
hraða í stað þess að vera ánægð með það sem við höfum; þ.e. hröðun efna-
hagsuppbyggingarinnar ræðst af þróun stéttabaráttunnar innanlands og
alþjóðlega.“ (Peking Review nr. 1, 1978). Þegar sagt er að hröðun efnahags-
uppbyggingarinnar ráðist af stéttabaráttunni er í raun átt við að baraftan fyrir
framleiðsluaukningu eigi að koma í staðinn fyrir stéttabaráttuna, þ.e. að verka-
lýðsstéttin eigi að vera undir „þarfir“ efnahagsuppbyggingarinnar sett með
stöðugt auknum vinnuaga. Þessar auknu „þarfir efnahagsuppbyggingarinnar“
eiga að undirstrika nauðsyn sérfræðingaveldisins og jafnframt að sýna fram á
nauðsyn þess. Þetta helst aftur í hendur við þá árás sem gerð hefur verið á þær
umbætur í skólamálum sem voru framkvæmdar í menningarbyltingunni.
Þar sem hröðun efnahagsuppbyggingarinnar er ekki tengd umbyltingu
framleiðsluafstæðnanna heldur auknu hlutverki „vísindanna“ og „sérfræðing-
anna“ þá verður hún til þess að auka á þátt kapítalískrar upphleðslu auðmagns
og sjálfstætt hlutverk auðmagnsins sem slíks. Það felur því í sér að verkalýðs-
stéttin verðurað játast undir kröfuna um gróða. Þessi kapítalíska leið mun síðan
leiða til þess að takmörkum kapítalískrar upphleðslu verður náð og síðan til
þeirrar óhjákvæmilegu efnahagskreppu sem fylgir í kjölfarið. Hin sovéska
TMM 26
401