Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 28
Tímarit Máls og menningar
reynsla sýnir okkur að þótt þessar kreppur þróist við sérstakar aðstæður þá eru
þær engu að síður fyrir hendi, þótt ekki sé möguleiki á að fara nánar út í það hér.
Kínverska stefnan í dag er algjörlega hliðstæð framleiðslustefnu Stalíns á 4.
áratugnum undir slagorðinu „Tempos er það sem úrslitum ræður!“ Þessi
herferð leiddi til alvarlegrar kreppu 1932—44 og 1936—37, samfara harðari
stjórnmálasviptingum en áður höfðu þekkst, sem leiddu aftur eftir 1938 til
þess að menntamannastéttin, tæknimenn og sérfræðingar, urðu ráðandi í
flokknum á kostnað verkalýðsins.
I annan stað er þessi framleiðsluherferð boðuð til þess að binda endi á þá
stöðnun og jafnvel afturför á efnahagssviðinu sem fjórmenningarnir eru sagðir
hafa valdið. Staðreyndin er hins vegarsú aðpað hefur ekki verið um neina stöðnun eða
afturför að rceða á efnahagssviðinu. Framleiðsla rafmagns jókst frá 1965—1974 úr
42 í 108 milljarða kwst., stálframleiðslan jókst úr 12,5 í 32,8 milljón tonn og
kolaframleiðslan úr 220 í 389 milljón tonn (1974) og olíuframleiðslan úr 10,8
í 75—80 milljón tonn 1975. Allt tal um efnahagslega stöðnun á þessum tíma er
því einungis gert til þess að níða niður menningarbyltinguna og réttlæta hin
nýju valdaskipti. Framleiðsluaukningin á vélum og tækjum hefur jafnvel orðið
enn meiri á þessum tíma. Ef miðað er við framleiðsluvísitöluna 100 fyrir 1957,
þá var framleiðslan á þessu sviði 257 stig 1965 en 1156 stig 1975. Þessar síðustu
tölur eru fengnar úr upplýsingahandbók CIA um Kína frá því í ágúst 1976. Á
árunum 1975—76 kom hins vegar til vissra erfiðleika, sem stöfuðu annars vegar
af pólitískum deilum út af endurskoðunarstefnu Teng Hsiao-ping og hins vegar
af jarðskjálftanum mikla, sem varð í Tangshan.
Ofangreindar athugasemdir eru ekki til þess ætlaðar að afneita því að æskilegt
sé að hraða efnahagsuppbyggingunni, þvert á móti er slík hröðun bæði æskileg
og möguleg, en hún mun ekki verða varanleg ef grundvallarstefna menningar-
byltingarinnar er látin fyrir róða, og stéttabaráttan gefin upp á bátinn í baráttunni
fyrir framleiðsluaukningunni.
2. Gagnhylting t menntakerfinu
Þegar nú er talað um nýtt átak i fræðslumálum í Kína, jafnframt því sem því er
lýst yfir að menningarbyltingin sé afstaðin, þá verður það ekki skilið öðruvísi en
að nú eigi að framkvæma gagnbyltingu í menntamálum, þ.e. afneita þeim
breytingum sem áunnist hafa síðan 1966. Við nánari athugun kemur líka í ljós
að slík aðför er hafin. Enn á ný hefur sú stefna verið tekin upp að velja nemendur
til skólanna út frá ströngum prófkröfum, þar sem börnum menntamanna og
þeim sem búa yfir bóklegri þekkingu er gert stórum hærra undir höfði. Þetta
402