Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 35
Stóra stökkið afturábak
tengslum og afstæðum stéttanna. Fyrsta hindrunin, sem verður á vegi okkar í
þessari rannsókn, er skortur á stéttargreiningu í Kína í dag. Kínverski
kommúnistaflokkurinn hefur ekki unnið upp slíka greiningu, jafnvel þótt
sumir fjórmenninganna hafi reynt að bæta úr þessu án viðunandi árangurs.
Þeim hætti til að skilgreina kínversku borgarastéttina út frá hugmyndafræði
hennar og stjórnmálaskoðun, en ekki út frá stöðu hennar í framleiðslutengsl-
unum. Þeir litu í raun á borgarastéttina sem afsprengi yfirbyggingarinnar en
ekki hins efnahagslega grunns. Þessi fræðilega villa á rætur sínar í notkun
hugtaksins „sósíalísk eign“ (sem er andstætt marxisma). En það er engin
tilviljun að ein af ákærum borgarastéttarinnar á hendur fjórmenningunum er sú
að þeir hafi viljað vinna upp stéttagreiningu á Kína, sem þeir töldu að Mao hefði
verið búinn að gera fyrir löngu. Ein af ástæðunum fyrir ósigri hinnar bylting-
arsinnuðu stefnu er einmitt þessi skortur á stéttagreiningu, því það er ekki hœgt
að breyta stéttaafstceðunum á byltingarsinnaðan hátt ef ekki er vitað hverjar þessar
afstceður eru. Sem dæmi um þær úreltu klisjur sem flokkurinn styðst við í
stéttagreiningu sinni í dag má taka eftirtaldar tilvitnanir: Grein undir fyrir-
sögninni „Mikill sigur“ (Jen-min Jih-pao 10. apríl 1976) segir að fylgismenn
Teng Hsiao-ping hafi verið „sporgöngumenn kapítalismans innan flokksins“,
sem væru „tengdir borgarastéttinni og óumskóluðum landeigendum, rikum
bændum, gagnbyltingarsinnum, óhollum öflum og hægriöflunum í þjóðfélag-
inu“. Annað dæmið er frá Hua Kuo-feng, sem hafði tekið þessa skilgreiningu
gilda á sínum tíma, en í skýrslu þeirri er hann gaf til Ellefta þingsins með Teng
Hsiao-ping sér við hlið segir að fjórmenningarnir hafi verið „einkennandi
fulltrúar landeigenda, ríkra bænda, gagnbyltingarsinna, óhollra afla og gamallar
og nýrrar borgarastéttar innan flokksins...“ (Peking Review nr. 35, 1977). Fyrri
tilvitnunina má einnig sjá í Peking Review nr. 16, 1976. Þetta steingelda málfar
bendir til þess að flokkurinn eigi enga greiningu á kínversku þjóðfélagi í dag og
verði því stöðugt að notast við sömu tuggurnar. Við þessar aðstæður verður
illmögulegt að finna skilin á milli hinna andstæðu stétta í þeim átökum sem átt
hafa sér stað, og það hefur gert byltingaröflunum ómögulegt að móta hina réttu
málamiðlun og samfylkingu á hverjum tíma, þar sem þau gátu ekki greint á
milli sættanlegra og ósættanlegra andstæðna.
Þetta leiddi aftur til þess að forystuöfl vinstri armsins tóku upp einstreng-
ingslega afstöðu gagnvart menntamönnum, vísindamönnum og listamönnum
svo dæmi sé tekið. Þetta varð til þess að tefja framfarir á sviði vísinda og lista og
olli ómælanlegu tjóni á menningarsviðinu, auk þess sem hinn menningarlegi
eintrjáningsháttur fældi menntamenn frá þátttöku í byltingunni og vakti að
409