Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 35
Stóra stökkið afturábak tengslum og afstæðum stéttanna. Fyrsta hindrunin, sem verður á vegi okkar í þessari rannsókn, er skortur á stéttargreiningu í Kína í dag. Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur ekki unnið upp slíka greiningu, jafnvel þótt sumir fjórmenninganna hafi reynt að bæta úr þessu án viðunandi árangurs. Þeim hætti til að skilgreina kínversku borgarastéttina út frá hugmyndafræði hennar og stjórnmálaskoðun, en ekki út frá stöðu hennar í framleiðslutengsl- unum. Þeir litu í raun á borgarastéttina sem afsprengi yfirbyggingarinnar en ekki hins efnahagslega grunns. Þessi fræðilega villa á rætur sínar í notkun hugtaksins „sósíalísk eign“ (sem er andstætt marxisma). En það er engin tilviljun að ein af ákærum borgarastéttarinnar á hendur fjórmenningunum er sú að þeir hafi viljað vinna upp stéttagreiningu á Kína, sem þeir töldu að Mao hefði verið búinn að gera fyrir löngu. Ein af ástæðunum fyrir ósigri hinnar bylting- arsinnuðu stefnu er einmitt þessi skortur á stéttagreiningu, því það er ekki hœgt að breyta stéttaafstceðunum á byltingarsinnaðan hátt ef ekki er vitað hverjar þessar afstceður eru. Sem dæmi um þær úreltu klisjur sem flokkurinn styðst við í stéttagreiningu sinni í dag má taka eftirtaldar tilvitnanir: Grein undir fyrir- sögninni „Mikill sigur“ (Jen-min Jih-pao 10. apríl 1976) segir að fylgismenn Teng Hsiao-ping hafi verið „sporgöngumenn kapítalismans innan flokksins“, sem væru „tengdir borgarastéttinni og óumskóluðum landeigendum, rikum bændum, gagnbyltingarsinnum, óhollum öflum og hægriöflunum í þjóðfélag- inu“. Annað dæmið er frá Hua Kuo-feng, sem hafði tekið þessa skilgreiningu gilda á sínum tíma, en í skýrslu þeirri er hann gaf til Ellefta þingsins með Teng Hsiao-ping sér við hlið segir að fjórmenningarnir hafi verið „einkennandi fulltrúar landeigenda, ríkra bænda, gagnbyltingarsinna, óhollra afla og gamallar og nýrrar borgarastéttar innan flokksins...“ (Peking Review nr. 35, 1977). Fyrri tilvitnunina má einnig sjá í Peking Review nr. 16, 1976. Þetta steingelda málfar bendir til þess að flokkurinn eigi enga greiningu á kínversku þjóðfélagi í dag og verði því stöðugt að notast við sömu tuggurnar. Við þessar aðstæður verður illmögulegt að finna skilin á milli hinna andstæðu stétta í þeim átökum sem átt hafa sér stað, og það hefur gert byltingaröflunum ómögulegt að móta hina réttu málamiðlun og samfylkingu á hverjum tíma, þar sem þau gátu ekki greint á milli sættanlegra og ósættanlegra andstæðna. Þetta leiddi aftur til þess að forystuöfl vinstri armsins tóku upp einstreng- ingslega afstöðu gagnvart menntamönnum, vísindamönnum og listamönnum svo dæmi sé tekið. Þetta varð til þess að tefja framfarir á sviði vísinda og lista og olli ómælanlegu tjóni á menningarsviðinu, auk þess sem hinn menningarlegi eintrjáningsháttur fældi menntamenn frá þátttöku í byltingunni og vakti að 409
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.