Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 38
Tímarit Máls og menningar Þar mætti tiltaka þrenn einkenni á félagslegum afstæðum í Kína: 1) for- ræðislega uppbyggingu innan flokksins og ríkisvaldsins, 2) skiptingu ríkis- valdsins niður í afmarkaðar deildir, 3) einangrun grundvallareininga flokksins innbyrðis, þannig að boðskiptin innan hans eru yfirgnæfandi ,,lóðrétt“. Það liggur viss efnahagslegur grundvöllur að baki þessara pólitísku afstæðna, nefnilega kapítalískar framleiðsluafstæður sem skapa grundvöll fyrir viðhaldi þessara félagslegu afstæðna. Þessar framleiðsluafstæður gera fámennum hópi kleift að hafa stjórnun framleiðslutækjanna i hendi sér. Aðför menningar- byltingarinnar að þessum vítahring var hindruð vegna þess að ekki var gerð grundvallarbreyting á öllu framleiðsluferlinu í þjóðfélaginu, þar með talin „endurframleiðsla" félagslegra afstæðna. Aðskilnaður verkalýðsins og framleiðslu- tækjanna hafði aðeins verið yfirstiginn að hluta til, og því var þeim félagslegu afstæðum, sem einkenna kapítalismann og vöruframleiðsluna, stöðugt viðhaldið. Þau komu fram í launamismun (ekki 8, heldur 30 þrepa launastigi), forrétt- indum flokksgæðinga, sem í æðstu valdastöðum gátu falist í nokkrum einbýl- ishúsum, frjálsum aðgangi að einkaflugvél, sérverslunum o.s.frv. Úrkynjun bolsévismans á 4. áratugnum varð m.a. til þess að réttlæta hliðstæð forréttindi í Sovétríkjunum, og það er trúa mín að tilvist þessara félagslegu afstæðna hafi ráðið því að ekki var fjallað ýtarlega um „mistök“ Stalíns í Kina — auk þess sem engin fjöldahreyfing ögraði þessum afstæðum. Spurningin verður þvi: Hvers vegna réðst fjöldahreyftngin ekki gegn þessum borgaralegu pólitísku tengslum og mið- stýringu? Ríkjandi kerfi hefur það hlutlæga hlutverk að skapa einingu um viðhald ríkjandi félagslegra tengsla. Þetta kerfi verður ekki eyðilagt nema annað komi í staðinn, annars konar eining. Þessi nýja eining verður ekki fundin nema af fjöldahreyfingunni sjálfri, hún verður ekki „uppgötvuð" fræðilega. Hér þarf félagsleg tilraunastarfsemi að haldast í hendur við frceðilega gagnrýni. Óttinn við að ríkjandi eining mundi hrynja stóð m.a. í vegi fyrir að ríkjandi tengslum yrði ógnað á róttækan hátt. Þess vegna var Shanghai-kommúnan leyst upp án verulegra mótmæla. Að lokum voru byltingarnefndirnar einnig orðnar nafnið eitt eða umbreyttust yfir í hin ríkjandi borgaralegu stjórnmálatengsl. Hér er um að ræða forystuaðferðir sem ganga þvert á raunverulegt fjöldalýðrceði, þar sem tjáningarfrelsi og frelsi alþýðunnar til margbreytilegra skipulagsforma eru bann- færð. Það er gamalkunnur sannleikur að aðeins verkalýðsstéttin er fær um að frelsa sjálfa sig. Þegar hindranir eru lagðar á virkni fjöldans þýðir það jafnframt að framgangur byltingarinnar er stöðvaður. Sérhver byltingarforysta sem skilur ekki nauðsyn á hugsunarfrelsi, tjáningarfrelsi og skipulagsfrelsi fjöldans er 412
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.