Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 39
Stóra stökkið afturábak
aðeins tímabundin. Hún kann að ná árangri um stundarsakir, en hún mun að
lokum bíða ósigur. í Kina tók þessi ósigur á sig form valdaráns stuðningsmanna
endurskoðunarstefnunnar með sitt frjálslyndisgaspur og svikulu efnahagslof-
orð.
Hvert stefnir?
Stefna núverandi stjórnvalda einkennist ekki bara af „ökonómisma" og
einhliða framleiðslustefnu, heldur einnig af frjálslyndisgaspri. Um leið og
fjöldinn er beittur kúgun og byltingarsinnar eru ofsóttir er rætt um „hundrað
blóm“ eða jafnvel „þúsund blóm“. En þessar rósir eru aðallega ætlaðar
menntamönnunum — að því tilskildu að þeir samþykki að endurtaka í megin-
atriðum allt það sem flokkurinn segir, og þar með hefur hugmyndinni um það
að flokkurinn kunni að lenda í höndum endurskoðunarsinna (eins og raunin er)
verið vísað á bug.
Allt er þetta gert í nafni hagvaxtar, þar sem verkamönnum er lofað að þeir
muni brátt uppskera ávexti hinnar nýju stefnu í „nútíma" framleiðslutækjum
og „háþróuðum" vopnum sem felur i raun í sér feikilegar álögur á þjóðina,
þannig að burtséð frá nokkrum brauðmolum mun verkafólk vart uppskera
annað en aukið vinnuálag og þrælkun, þvingandi yfirstjórn sérfræðinga og
flokksmanna — þeas. hert alræði ríkis-borgarastéttarinnar.
Hið sanna stéttarlega eðli núverandi forystu kínverska kommúnistaflokksins
afhjúpast einnig í utanríkisstefnu hennar. Þar er kenningin um ,,heimana þrjá“
framkvæmd til hins ýtrasta undir dyggri forystu Teng Hsiao-ping. Það er ekki
vettvangur hér til þess að ræða þessa kenningu til hlítar, en það verður að nægja
að geta þess að þessi „kenning" á sér engan fræðilegan grundvöll. Hún er ekki í
samræmi við neinn raunveruleika, þar sem hún hylmir yfir þær stéttarlegu
mótsetningar sem eru fyrir hendi, svo ekki sé minnst á mótsetningar á milli
landa. Reynt hefur verið að bera Mao Tse-tung fyrir þessari „kenningu", en í
rauninni er ekki til einn einasti útgefinn texti eftir Mao þar sem um hana er
fjallað. Fyrsta opinbéra framsetning þessarar kenningar kom fram i ræðu Teng
Hsiao-ping hjá Sameinuðu þjóðunum. Raunverulegar afleiðingar þessarar
kenningar hafa m.a. komið fram í þeim stuðningi sem kínverjar hafa veitt
íhlutun franskra heimsvaldasinna í Afríku og hvernig þeir hafa stutt við bakið á
mestu afturhaldsstjórnum og einræðisherrum eins og Mobutu, Bokassa og Idi
Amin í Afríku og Pinochet í Suður-Ameríku. (Sendiherra Kína í Chile lýsti
hinn 21. október 1977 yfir hrifningu sinni af Chile og af „þjóðhöfðingja
413