Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 39
Stóra stökkið afturábak aðeins tímabundin. Hún kann að ná árangri um stundarsakir, en hún mun að lokum bíða ósigur. í Kina tók þessi ósigur á sig form valdaráns stuðningsmanna endurskoðunarstefnunnar með sitt frjálslyndisgaspur og svikulu efnahagslof- orð. Hvert stefnir? Stefna núverandi stjórnvalda einkennist ekki bara af „ökonómisma" og einhliða framleiðslustefnu, heldur einnig af frjálslyndisgaspri. Um leið og fjöldinn er beittur kúgun og byltingarsinnar eru ofsóttir er rætt um „hundrað blóm“ eða jafnvel „þúsund blóm“. En þessar rósir eru aðallega ætlaðar menntamönnunum — að því tilskildu að þeir samþykki að endurtaka í megin- atriðum allt það sem flokkurinn segir, og þar með hefur hugmyndinni um það að flokkurinn kunni að lenda í höndum endurskoðunarsinna (eins og raunin er) verið vísað á bug. Allt er þetta gert í nafni hagvaxtar, þar sem verkamönnum er lofað að þeir muni brátt uppskera ávexti hinnar nýju stefnu í „nútíma" framleiðslutækjum og „háþróuðum" vopnum sem felur i raun í sér feikilegar álögur á þjóðina, þannig að burtséð frá nokkrum brauðmolum mun verkafólk vart uppskera annað en aukið vinnuálag og þrælkun, þvingandi yfirstjórn sérfræðinga og flokksmanna — þeas. hert alræði ríkis-borgarastéttarinnar. Hið sanna stéttarlega eðli núverandi forystu kínverska kommúnistaflokksins afhjúpast einnig í utanríkisstefnu hennar. Þar er kenningin um ,,heimana þrjá“ framkvæmd til hins ýtrasta undir dyggri forystu Teng Hsiao-ping. Það er ekki vettvangur hér til þess að ræða þessa kenningu til hlítar, en það verður að nægja að geta þess að þessi „kenning" á sér engan fræðilegan grundvöll. Hún er ekki í samræmi við neinn raunveruleika, þar sem hún hylmir yfir þær stéttarlegu mótsetningar sem eru fyrir hendi, svo ekki sé minnst á mótsetningar á milli landa. Reynt hefur verið að bera Mao Tse-tung fyrir þessari „kenningu", en í rauninni er ekki til einn einasti útgefinn texti eftir Mao þar sem um hana er fjallað. Fyrsta opinbéra framsetning þessarar kenningar kom fram i ræðu Teng Hsiao-ping hjá Sameinuðu þjóðunum. Raunverulegar afleiðingar þessarar kenningar hafa m.a. komið fram í þeim stuðningi sem kínverjar hafa veitt íhlutun franskra heimsvaldasinna í Afríku og hvernig þeir hafa stutt við bakið á mestu afturhaldsstjórnum og einræðisherrum eins og Mobutu, Bokassa og Idi Amin í Afríku og Pinochet í Suður-Ameríku. (Sendiherra Kína í Chile lýsti hinn 21. október 1977 yfir hrifningu sinni af Chile og af „þjóðhöfðingja 413
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.