Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 43
Skipsferð niður Yangtze Kiang velstætt fólk sem kann góða siði, það gapir ekki þegar það sér útlending heldur reynir að hegða sér eins og ekkert hafi í skorist. Það býr í herbergjum með átta kojum og þvottaskál. Lestur er tíðasta dægrastytt- ing þess. Svo komum við að mínu farrými, tveggja manna káetunum frammi í stafni. Þar er heitt og kalt vatn, útsýnissalur, matsalur og útiþilfar. Ég er eini útlendingurinn um borð — og yfirvöldin leyfa ekki að ég ferðist á ódýrara farrými. Allir hinir eru menntamenn, prófessorar og blaðamenn, stöku háttsettir embættismenn og nokkrir herforingjar. A þessu farrými eru umgengnissiðir í lagi! Það er ekki spurt: „Hvað heitir þú?“ heldur: „Hvert er yðar æruverðuga ættarnafn?“ Samtölin í útsýnissalnum með fallegu húsgögnunum snúast um listir og sagnfræði. Svo er það fyrsta farrými. Þangað er engum hleypt, svo ég veit ekki hvort nokkur er þar. Alls staðar um borð vaka hátalararnir yfir öryggi okkar og velferð. Aðra hverja mínútu er venjuleg útvarpssending rofin af einhverri áminningu. „Þeir félagar sem ætla í land á næsta viðkomustað ættu að fara að tygja sig núna. Gætið ykkar að hrasa ekki þegar þið farið frá borði.“ „Þeir félagar sem enn eiga eftir að borða morgunverð fari strax til matsalarins sem lokar bráðum." „Sóið ekki matnum. Ef þið torgið ekki öllum hrís- grjónunum, biðjið þá um minni skammt næst. Hugsið ykkur að ef hver Kínverji sparaði eitt hrísgrjón á dag, þá yrðu það 15 þúsund tonn af hrísgrjónum á einu ári.“ „Treystið ekki fólki sem þið þekkið ekki fyrir farangrinum ykkar. Stéttabaráttan á sinar erfiðu hliðar.“ Hátalararnir ákveða hvenær á að fara að sofa og hvenær fara á fætur og þvo sér. Þeir eru á þönum eftir manni öllum stundum eins og áhyggjufull móðir. Allra ósveigjanlegastir eru þeir á morgnana og það er ekki hægt að skrúfa niður í þeim: „Farðu á fætur, heiðraði verkamaður — bóndi — hermenn — farþegar. Klukkan er sex. Við skulum saman vinna að því að áætlunin um hina fjórþættu endurnýjun verði komin til framkvæmda áður en þessi öld er liðin!“ TMM 27 417
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.