Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 43
Skipsferð niður Yangtze Kiang
velstætt fólk sem kann góða siði, það gapir ekki þegar það sér útlending
heldur reynir að hegða sér eins og ekkert hafi í skorist. Það býr í
herbergjum með átta kojum og þvottaskál. Lestur er tíðasta dægrastytt-
ing þess.
Svo komum við að mínu farrými, tveggja manna káetunum frammi í
stafni. Þar er heitt og kalt vatn, útsýnissalur, matsalur og útiþilfar. Ég er
eini útlendingurinn um borð — og yfirvöldin leyfa ekki að ég ferðist á
ódýrara farrými. Allir hinir eru menntamenn, prófessorar og blaðamenn,
stöku háttsettir embættismenn og nokkrir herforingjar. A þessu farrými
eru umgengnissiðir í lagi! Það er ekki spurt: „Hvað heitir þú?“ heldur:
„Hvert er yðar æruverðuga ættarnafn?“ Samtölin í útsýnissalnum með
fallegu húsgögnunum snúast um listir og sagnfræði. Svo er það fyrsta
farrými. Þangað er engum hleypt, svo ég veit ekki hvort nokkur er þar.
Alls staðar um borð vaka hátalararnir yfir öryggi okkar og velferð. Aðra
hverja mínútu er venjuleg útvarpssending rofin af einhverri áminningu.
„Þeir félagar sem ætla í land á næsta viðkomustað ættu að fara að tygja sig
núna. Gætið ykkar að hrasa ekki þegar þið farið frá borði.“ „Þeir félagar
sem enn eiga eftir að borða morgunverð fari strax til matsalarins sem
lokar bráðum." „Sóið ekki matnum. Ef þið torgið ekki öllum hrís-
grjónunum, biðjið þá um minni skammt næst. Hugsið ykkur að ef hver
Kínverji sparaði eitt hrísgrjón á dag, þá yrðu það 15 þúsund tonn af
hrísgrjónum á einu ári.“ „Treystið ekki fólki sem þið þekkið ekki fyrir
farangrinum ykkar. Stéttabaráttan á sinar erfiðu hliðar.“
Hátalararnir ákveða hvenær á að fara að sofa og hvenær fara á fætur og
þvo sér. Þeir eru á þönum eftir manni öllum stundum eins og áhyggjufull
móðir. Allra ósveigjanlegastir eru þeir á morgnana og það er ekki hægt að
skrúfa niður í þeim: „Farðu á fætur, heiðraði verkamaður — bóndi —
hermenn — farþegar. Klukkan er sex. Við skulum saman vinna að því að
áætlunin um hina fjórþættu endurnýjun verði komin til framkvæmda
áður en þessi öld er liðin!“
TMM 27
417