Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 45
Skipsferð niður Yangtze Kiang
kröfur um frelsi og lýðræði. Aðdáunin á Zhou Enlai er ennþá sam-
einingartákn þessarar hreyfingar.
Á þennan hátt hefur Zhou Enlai haldið áfram að gegna mikilvægu
pólitísku hlutverki þó hann sé dauður. Að vissu leyti byltingarkenndu
hlutverki. En hvernig ber þá að skilgreina þessa sífrandi talkóra? Einn af
þáttum Zhou Enlai-dýrkunarinnar er eins konar tilfinningaleg sjálfsfró-
un. Menn gráta saman og verða sem nýir.
Barnakórinn lýkur lestrinum með hræðilega löngum lista kunnug-
legra pólitískra slagorða. Mjóróma raddirnar bresta af áreynslunni. Og við
þokumst þyngslalega niður eftir straumröstum Yangtze-fljóts. Ferja í
skærum litum, fimm hæða, fimm farrýma með brakandi hátalara sem
blása pólitískum vígorðum út í ósnortið og ævafornt klassískt landslags-
málverk. Hvernig skyldu þessar þulur barnakórsins hljóma þarna fyrir
handan — inni í málverkinu? Áreiðanlega eins og óskiljanlegir smá-
skrækir, óskiljanleg boð frá Nýja Kína til þess gamla.
Um kvöldið leggst ferjan að bryggju við Wanxian, síðasta viðkomu-
stað á undan fjallagiljunum. Hér verður að bíða nokkrar klukkustundir.
Vatnsborðið er of lágt og siglingaleiðin of þröng til að stýrimaðurinn
áræði að sigla um gilin í náttmyrkri. Flestir farþegarnir þyrpast strax í
land og hlaupa hver í kapp við annan upp eftir endalausum þrepum sem
eru hoggin inn í fjallið, upp til Wanxian og mandarínusölunnar. Hér er
hægt að kaupa hinar frægu Wanxian-mandarínur, stórar og ferskar,
þekktar um allt Kína. Innan örfárra sekúndna fyllist torgið af fólki svo að
maður kemst ekki leiðar sinnar. Við búðarborðið stendur fólk uppi á
bakinu á þeim sem verið er að afgreiða. Skúrinn svignar undan þrýstingi
fólksins. Skrýtin þessi læti. Það er nóg til handa öllum. Ég kaupi fulla
körfu og klifra aftur niður að skipinu og tveir bæjarbúar vilja endilega
hjálpa mér. Eina verkefni þeirra í kvöld virðist vera að sjá til þess að
útlenski gesturinn snúi beint aftur til skipsins þegar hann er búinn að
kaupa sér mandarínur.
419