Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 49
Skipsferð niður Yanglze Kiang utan þrýsta nefjunum flötum upp við rúðuna. Svipbrigðalaus fylgja þau hreyfingum mínum eftir með mikilli eftirtekt. Kokkurinn rekur hópinn frá með jöfnu millibili, en þrjóskustu áhorfendurnir virðast telja að ef þeir geti grandskoðað mig nógu vel og lengi geti þeir skilið þetta ótrúlega fyrirbæri, útlending. En þeir eru samt mjög feimnir. Þegar ég sný mér að þeim brosa þeir hjárænulega og skilja ekkert. Þíða meðal menntamanna Þannig var þetta líka áður fyrr. Það hefur ekki orðið raunveruleg breyting nema meðal farþeganna á öðru farrými — þeim sem eru menntaðir og í áhrifastöðum. Þeir tala svo opinskátt að maður hrekkur ósjálfrátt við ef maður hefur reynslu af ástandinu í hópi menntamanna í Peking á síðustu árum Maó-tímans. Umfram allt spyrja menn, um hvað sem er, því það er í tísku að hafa yfir að ráða traustri þekkingu frá fyrstu hendi um það sem gerist erlendis. Ég átti löng samtöl, næstum trúnaðarsamtöl, við hvíthærða elskulega konu, stærðfræðing frá Peking. Hún spyr mig nákvæmra spurninga um Danmörku og sjálfan mig. Þegar ferðin er senn á enda og við förum að búa okkur undir að stíga á land segir hún: „Þú ert orðinn svolítið kunnugur Kína, segðu mér í hverju þér finnst alvarlegustu mistök okkar vera fólgin eða hvað okkur skortir.“ Það liggur beint við að gagnrýna breytingarnar á menntakerfinu. Ég tala um próf sem eru eingöngu bókleg sem séu röng og ofnotuð, um ofboðslegt lestrarálag í æðri menntastofn- unum (og hve mikil og góð orka fari til spillis vegna þess hvað lestrar- efnið sé oft lítilsvert); hvað börnum menntafólks sé hyglað o.s.frv. Það kom í ljós að ég hafði fitjað upp á umræðuefnum sem hún hafði miklar áhyggjur af því hún fór að segja mér hvernig þetta nýja prófkerfi væri líka farið að hafa áhrif allt niður í barnaskóla, nemendur þyrftu að lesa miklu meira og jafnframt hefði námsskráin gerbreyst. Dregið hefur verið úr kennslu í söng, listfræði og þess háttar námsgreinum en meiri áhersla lögð á stærðfræði, eðlis- og efnafræði og erlend mál. Kröfur til bóklegs náms hefðu aukist óskaplega. Börnin hefðu bráðum ekki tíma til að leika sér lengur! Hún sagðist sjálf eiga dóttur í barnaskóla og fýrir nokkru 423
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.