Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 58
Tímarit Máls og menningar Sakborningurinn gerist stöðugt undirgefnari þessum ósýnilega dómstól og samþykkir að endingu úrskurð hans nær mótþróalaust. Ári eftir að réttarhöldin hófust lýkur þeim með aftöku sakborningsins sem deyr „eins og hundur“ í yfirgefinni grjótnámu í útjaðri borgarinnar. Sagan af Jósep K. er furðuleg, en það er ekki sagan sem slík sem heillar lesandann. Töfrarnir eru fólgnir í einhverju öðru, því sem kalla mætti þrá eftir dýpstu rökum tilverunnar og skín út úr næstum hverju orði, út úr þeirri ástríðuþrungnu, þjáningarfullu, næstum sjúklegu leit sem fann sér svo djúpan farveg í þessari bók, þessari endurspeglun af ofskynjunum Kafka. Af því sem við vitum um Jósep K. getum við gengið að því vísu að hann haft fram að þrítugasta afmælisdegi sínum verið algerlega upptekinn af starfi sínu, gegnt skyldum sínum samviskusamlega, sýnt af sér frumkvæði. í stuttu máli sagt var hann að klífa metorðastiga embættismannakerfisins eins hratt og honum var unnt. Honum virðist hafa orðið vel ágengt þar sem hann var kominn í óvenjuháa stöðu af þrítugum manni að vera. Þannig lifði hann frá degi til dags, inniluktur á þröngum bás starfs síns í viðskiptaheiminum, uppnuminn af þeirri daglegu endurtekningu sem slíkt starf útheimtir. Ollum öðrum þáttum lífsins sinnti hann sem minnst. Hann lifði hófsömu og rólegu lífi í leiguherbergi sínu, einn og ókvæntur, laus við öll tilfmningatengsl. Hann hafði ekki heimsótt móður sína árum saman. Og hann leit á kaldranalega reglubundnar komur sínar til hjákonunnar einungis sem leið til að svala líkamlegri þörf. Utan vinnutíma umgekkst hann — samkvæmt þrauthugsaðri áætlun — aðeins jafningja sína eða hærra setta menn ef þess var kostur, en hann var engum þeirra nákominn. Þá rennur upp þrítugasti afmælisdagur hans, tímamót í lífi hvers manns, sem hvetja hann til að líta yfir farinn veg. Kannski lá hann eilítið lengur frameftir þennan morgun og rauf þannig reglubundinn vélargang daganna. Þetta andar- tak, sem ævinlega reynist söguhetjum Kafka skeinuhætt, var allt og sumt sem til þurfti: hann tók að efast um lífsvenjur sínar, hann sá líf sitt frá nýju og fjarlægara sjónarhorni, og honum blöskraði. Á þessu andartaki og við þetta áfall hófust „réttarhöldin" yfir honum og þegar þau voru einu sinni komin af stað urðu þau ekki stöðvuð. Hjá Kafka birtist þetta andartak í afskræmislegri og öfugsnúinni fyndni í upphafsatriði skáldsögu hans. Sök Jóseps K. var í grundvallaratriðum fólgin í því að hann hafði leyft lífi sínu að verða vélrænt, sökkt sér algerlega niður í vélgenga, háttbundna röð 432
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.