Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 68
Guðbergur Bergsson Jólasaga um íslendinga, eskimóa og dani Næturflugið bar öll einkenni slíks flugs. Vélin hófst á loft og hugur minn um leið, og ég fann sama létti og ævinlega í flugvél, léttinn yfir að vera laus um stund við eyjuna sem úthafið fjötrar og innilokunarkennd. Nú gat ég svifið raunverulega í lausu lofti, „því land er aðeins næturstaður mannsins líkt og risastórt hótelherbergi.“ Þannig hugsaði ég og um kynleg bönd sem binda manninn við vandamál uppruna hans, bernsku og andrúmsloft. Slikar taugar eru hertari um hugann en vitsmunaleg hugsun eða ást kennd við ættjörð. Vélin kom frá Grænlandi á leið til Kaupmannahafnar, með viðdvöl í Keflavík. Brátt flaug hún út úr náttleysi og tvístíganda sumarsins í norðri og stefndi inn í skýrt afmarkaða meginlandsnótt. Flestir farþegar voru danir á heimleið. En í vélinni voru einnig græn- lendingar á leið að heiman og slæðingur af íslendingum, allir með frelsi vínsins í augnaráðinu. Líkt og af eðlisávísun gaf ég grænlendingunum gaum og hugsaði með mér, að eflaust höfum við verið alltaf á óljósri ferð að heiman, meðan ísland var dönsk nýlenda, örlítið háleitir með stoltan svip og fas sem fylgir ófrjálsu fólki, hvítu og svörtu, en undir kraumar öryggisleysi og klofinn hugur. Ofrjáls rhaður er fremur stjarfur en stoltur, uns hann breytir þrjósku sinni í uppreisnarþörf og síðan í frelsisbaráttu. En með því að fyrr breytast ytri form en innihald heldur hugur þjóða áfram að engjast í fjötrum löngu eftir að þær hljóta lagalegt frelsi. Ungu danirnir fengu málið þegar máttleysið hvarf og mörk dags og nætur urðu skýr. Þá var síðasti spottinn eftir heim. Þetta voru verka- menn, tætingslegir í hugsun og málglaðir, með fullar hendur fjár. Það virðast vera lög hjá dönum að sá sem fæst til starfa í nýlendunni Græn- landi þurfi ekki að bera jafn þunga skattabyrði og þeir sem heima sitja. Nýlenduveldi nútímans eru orðin svo aum, að þau þurfa að bjóða 442
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.