Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 71
Jólasaga plötum, að blöðum og tímaritum ótöldum og öllu hamborgaraátinu. Flestir eru því hörmulega settir sem þrá menningarlegt ófrelsi. Þörf fyrir ófrelsi er yfir höfuð ríkari í nútímamanninum en barátta fyrir innra frelsi. Jafnvel menntað múgmenni vill helst hreyfa sig hæfilega lítið í óbeinum taumi flokkshugsunar eða fjölmiðla. Vegna skorts á innra frelsi eru skriftir nauðsyn og játningar í bókum og blöðum, opinberar hreinsanir á sál og líkama. I stað opins kommúnisma er komin andleg kröm og þörf íyrir kvöl og syndaþvott. I öllum blöðum vélarinnar úir og grúir af dönskum skáldkonum sem sitja rámar af vindlareyk yfir voðalegri lífs- reynslu úr hjónaböndum. Auðsætt er að brælan og bjórrausið úr barka þeirra er álitið vera vinstristefna af dönskum menntamönnum sem lofa bækur þeirra. Og eru þær einslags kerlingabækur fyrir komma. íslensku dagblöðin lofsyngja líka sinn anga af kvalaritum íslenskra kvenna, sem eru þó flest rituð af karlmönnum en rausið fært í munn konu og um leið örlítið að íslenskum staðháttum, stofum og svefnherbergjum — þar eru píslarbekkirnir, að ótöldum eldhúsbekkjunum — og verða einkum fyrir barðinu á barlómi þessa nýbolsivisma eymdarinnar blokkalíf í Breiðholti og breiðtjaldsmyndir af heimilum sjómanna. Raunasögurnar hafa rutt burt rammíslenskum kerlingabókum, sjómannabókum og andatrúar- bókum. Þeir sem áður fordæmdu þær fagna nú sínum! Blöðin eru líka tröðfull af fréttum af jafnréttisbaráttu minnihluta- „hópa“. Þeir berjast einkum fyrir rétti kynfæra sinna til að fá fullnæg- ingu og reka kröfu sína af meiri hörku en verkamenn fyrir mannsæmandi kaupi. En á Striki hinnar dönsku tilveru nær að lokum yfirhöndinni almenn skynsemi og átakalaus meðalmennska og eðlislæg sparsemi þjóðar sem þekkir takmörk sín og veit að hún verður aldrei fullgild auðvaldsþjóð, sökum skorts á nægum auðlindum og hráefnum í heima- landinu. A Islandi birtist miðlungsmennskan hins vegar í óviðráðanlegri verðbólgu hjá þjóð sem þekkir ekki takmörk sín og á nóg af orku en skortir andleg hráefni og auðlindir hugsana. Um hinn létt framreidda dansk-íslenska dagblaðamat var ég að hugsa þegar fremst í vélinni hófst það sem sagt er að gleðji mest danskt hjarta: matur var borinn fram. Þá reis ég úr sæti mínu. Klósettdyrnar voru í hálfa gátt og við mér blöstu tvær eskimóakonur 445
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.