Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 74
Tímarit Máls og menningar konurnar að nafni og þær spurðu ekki heldur. Konurnar leituðu að huggun og ráðum hjá lifandi sjáifsala. Eg lenti í að leysa furðulegustu vandamál. Oft furðaði mig hve smá vandamál eru stór og hvað manneskjan er óburðug og bjargarlaus í viðureign sinni við sjálfskapar- vítin. Ég hlustaði á manninn af sama tilfinningaleysi. Sálusorgari verður að vera tilfinningalaus, annars vekur hann ekki traust. Hann forðast að taka þjáninguna frá hinum þjáða en leyfir honum að velta sér að vild upp úr sorginni. Sálusorgarinn leiðbeinir fremur með þögn en orðum, uns skriftabarnið rís upp úr efju lífsins líkt og syfjað barn úr baðkeri og sofnar rótt. Maður sem hefur hæfileika til að hlusta á skriftir gæðir þögn sína ýtinni forvitni sem nálgast gleði yfir óförum, og þarf sá er þjáist að gruna fögnuðinn til þess hann geti bjargað sál sinni í lokin frá bjargvætti sínum, auðvitað með hans hljóða samþykki. Annars verður skriftabarnið að þakklátum, ósjálfstæðum þræli. Daninn hóf mál sitt eitthvað á þessa leið: í kvöld var ég fluttur upp á líf og dauða frá Grænlandi. Ég starfa þar í námunni X ... Við starfsmennirnii erum alltaf annað hvort lokaðir niðri i jörð eða inni í húsum. Loftslag er þarna óþolandi og engin náttúra, aðeins fjöll, klappir og ís, nema nokkra mánuði á sumrin. Þarna búa örfáir eskimóar. Við veikjumst aldrei, á slíkum eyðistað eru ekki einu sinni til sýklar. En skyndilega fékk ég innvortis kvalir og lá á aðra viku milli heims og helju. Líftórunni var haldið i mér með morfíni. Oveður hafði geisað lengi og engin leið að lenda á litlu flugbrautinni fyrr en íslenskur sjúkraflugmaður hætti á það. Ég var borinn í vélina í körfu. Mér var ekki hugað líf, og félagar mínir sögðu: „Þú drepst að minnsta kosti á heimleið.“ Vélin hentist um skafla himinsins og ég óskaði þess að hún færist. Það er ögrun við dauðann og lífsþrá að óska þess að bjargvættur manns drepist með manni. Þannig er vanmáttug ást einsemdarinnar. Þó trúi ég ekki á framhaldslíf og ég hef aldrei leitað félagsskapar í hugsunum um dauðann. Síðan sagði daninn frá starfinu í námunni, kynbræðrum sínum og innfæddum sem duga ekki við námugröft, ekki vegna þess að þeir fái 448
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.